Innlent

Karlarnir á móti fléttulista

Kristján Möller vill í efsta sætið að nýju.
Kristján Möller vill í efsta sætið að nýju.

Karlarnir þrír, sem allir sækjast eftir efstu sætum á lista Samfylkingarinnar í Noðrausturkjördæmi greiddu atkvæði gegn tillögu um að tvö efstu sætin yrðu skipuð konu og karli, þegar um það var kosið á kjördæmisþingi flokksins í gærkvöldi.

Tillagan kom frá Sigrúnu Stefánsdóttur bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar á Akureyri, en tvö efstu sætin skipa nú Kristján Möller samgönguráðherra og Einar Már Sigurðsson Alþingismaður, auk þess sem Sigmundur Ernir Rúnarsson sækist eftir öðru sætinu.

Þeir greiddu allir atkvæði gegn tillögunni, sem féll á jöfnu. Tillaga stjórnar kjördæmisráðs um forval, með víðtækari kynjakvóta, var líka felld. Þegar þar var komið sögu gengu konur um tíma af fundinum, en mættu aftur síðar, þegar fram var komin tillaga um að hvort kyn mætti ekki skipa nema tvö sæti í röð á listanum. Hún var samþykkt og jafnframt tillaga um opið prófkjör.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×