Innlent

Svínakjötsbirgðir hlaðast upp

MYND/Hari

Svínabændur leita nú allra leiða til að selja umframbirgðir af svínakjöti úr landi á slikk, frekar enn að þurfa að urða það með ærnum kostnaði. Á sama tíma stór eykst innflutningur á svínakjöti frá Evrópusambandinu.

Eftir að innflutningsheimildir á svínakjöti frá Evrópusambandinu voru stór auknar árið 2007, jókst innflutningirnn, en ekki í neinu stökki. Hið opinbera óskar eftir tilboðum í toll- eða innflutningskvóta, og var verðið fyrir slíkar heimildir í fyrstu vel á annað hundrað krónur á kílóið.

Nú hefur það hinsvegar hríð falllið , sem gerir innflutninginn gróðavænlegri fyrir smásalana. Þá segja svínabændur að smásalarnir haldi erlenda svínakjötinu frekar að neytendum en því íslenska, því þeir geti ekki skilað erlendu kjöti, sem rennur út á söludegi, eins og þeir geti með íslenska kjötið. Ofan á allt hafi íslenskir framleilðendur aukið framleiðslu sína í fyrra í takt við aukna neyslu, en eftir bankahrunið hafi talsvert dregið úr kjötneyslu almennt.

Birgðir séu því að hlaðast upp, jafnhliða því að erlenda kjötið kemur inn á markaðinn, og sé nú verið að leita allra leiða til að losna við kjötið á slikk, meðal annars til Rússlands, en þrátt fyrir vilja þarlendra eigi þeir í erfiðleikum með að fjármagna kaupin. Að óbreyttu stefnir því í, að bændur verði að fara að farga svínakjöti á ruslahaugum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×