Innlent

Aldrei færri bílar á nagladekkjum

Um 40% bíla í Reykjavík voru á negldum hjólbörðum í byrjun febrúar og hafa þeir aldrei verið færri á þessum árstíma.

Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar hefur látið telja reglulega undanfarin ár og má merkja verulega breytingu síðustu ár. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að nagladekk séu á undanhaldi. Fyrir tveimur árum hafi um 50% bíla verið á negldum hjólbörðum og fyrir fjórum árum hafi þeir verið um 60%.

Nagladekk auka verulega slit á malbiki og valda með því heilsuspillandi svifryksmengun sem þarf að bregðast við með aukinni hreinsun gatna. Þá er talið að draga megi úr endurmalbikun gatna sem nemur 10 þúsund tonnum árlega, ef notkun nagladekkja dregst verulega saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×