Innlent

Segir fullyrðingar Geirs Haarde ekki réttar

Forsætisráðuneytið hefur ákveðið að birta tölvupóstsamskipti milli ráðuneytisins og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í tilefni orða Geirs H. Haarde á Alþingi í dag. Þar sagði Geir að forsætisráðherra hefði sagt ósatt um áskilinn trúnað AGS á athugasemdum sem sjóðurinn sendi stjórnvöldum fyrr í þessum mánuði.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að af lestri tölvupóstanna ætti að vera ljóst að allt sem forsætisráðherra hefur sagt um málið og þann trúnað sem AGS áskildi um upphaflegu athugasemdirnar sé sannleikanum samkvæmt. Fullyrðingar Geirs H. Haarde um annað séu því ekki réttar.

Meðfylgjandi er pdf skjal af fjórum tölvupóstum :

- Pósti frá forsætisráðuneytinu til AGS dags. 5.2.2009 með enskri þýðingu á frumvarpi um Seðlabankann.

- Pósti frá AGS til forsætisráðuneytisins dags. 7.2.2009 með athugasemdum sjóðsins - trúnaður áskilinn.

- Póstur frá AGS til forsætisráðuneytisins dags. 9.2.2009 þar sem áskilinn trúnaður er útskýrður og ítrekaður í ljósi óska ráðuneytisins um að honum verði aflétt (sú ósk var flutt sjóðnum símleiðis).

- Póstur frá AGS til forsætisráðuneytisins dags. 12.2. 2009 þar sem opinber umsögn AGS er send í ljósi óskar forsætisráðherra og fyrri trúnaður ítrekaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×