Erlent

Kynlífsvandamálum íslenskra víkinga gerð ítarleg skil í Danmörku

Heimildarmynd um Njálu var sýnd í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. Þá var eitthvað dregið undan.
Heimildarmynd um Njálu var sýnd í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. Þá var eitthvað dregið undan.

Ný dönsk þýðing af Íslendingasögunum verður óritskoðuð og allt látið flakka, samkvæmt frásögn danska blaðsins Politiken. Blaðið gerir þessi fornfrægu íslensku rit að umfjöllunarefni á vef sínum í dag. Þar segir að í upphafi Njálssögu kvarti stúlka yfir því, við föður sinn, að getnaðarlimur eiginmanns hennar sé of stór og þau geti ekki notið ásta. Þessum hluta hafi hins vegar verið sleppt í dönsku þýðingunni.

Hingað til hafa Danir einungis átt þess kost að lesa ritskoðaða útgáfu af Njálssögu. Nákvæmar útlistanir á kynlífi aðalsögupersónanna eru fjarlægðar og vandamál kvennanna eru einangruð við aðra þætti sem tengjast hjónabandserfiðleikum. En eftir tvö ár fá Danir tækifæri til þess að lesa sögurnar allar þegar ný útgáfa af þeim lítur dagsins ljós. Um er að ræða samnorrænt verkefni sem er unnið af íslenskum bókaútgefanda en fjármagnað af öllum Norðurlöndunum með aðkomu A.P. Møller og Norræna menningarsjóðnum.

Markmiðið er að gefa Íslendingasögurnar út í fyrsta skipti í í óritskoðaðri og óstyttri útgáfu í Svíþjóð, Danmörku og Noregi árið 2011 á tungumáli sem bæði ungir og aldnir skilja.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×