Fleiri fréttir Innbrotsþjófar stálu kvenfatnaði og snyrtivörum Brotist var inn í verslun við Laugaveg í nótt og þaðan stolið einhverju af kvenfatnaði og snyrtivörum. Þjófurinn, sem spennti upp bakdyrnar, er ófundinn. Lögregla greip hins vegar þjófana tvo sem brutust inn í íbúðarhús í Kópavogi í nótt og stálu þaðan nokkrum bíldekkjum. Þeir gista nú fangageymslur. 16.2.2009 07:03 Breytti ekki siðferðilega rétt Séra Svavar Alfreð Jónsson breytti ekki siðferðilega rétt þegar hann skírði stúlku á Akureyri í óþökk föður hennar, að mati áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar. 16.2.2009 05:00 Hvalveiðisinnar noti ekki bæinn Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi, lýsir furðu sinni á að nafn sveitarfélagsins hafi verið notað í auglýsingaherferð fyrir hvalveiðum án undangenginnar umræðu. „Slíkt ber ekki vott um góða stjórnsýslu. 16.2.2009 04:30 Lóðarkaupandi segir áhættu nánast enga „Það er engin áhætta í þessu lengur,“ segir Þorleifur H. Lúðvíksson, einn fimm sem þáðu einbýlishúsalóð á Reynisvatnsási úr síðasta hópi umsækjenda. 16.2.2009 04:30 Niðurlægði og misþyrmdi Bandaríski hermaðurinn Brandon Neely segist hafa verið hræddur í janúar árið 2002, þegar hann tók á móti fyrstu föngunum sem komu til fangabúða Bandaríkjahers við Guantanamoflóa á Kúbu. 16.2.2009 04:15 Útgreiðslan skerðir atvinnuleysisbætur Atvinnulaust fólk sem er í greiðsluvanda og tekur út séreignarlífeyrissparnað, til dæmis til að greiða niður skuldir, getur átt von á því að útgreiðslan skerði atvinnuleysisbætur í þeim mánuði sem sparnaðurinn er tekinn út nema reglum verði breytt. 16.2.2009 03:45 Livni útilokar samstarf með Likudflokknum Tzipi Livni, utanríkisráðherra í fráfarandi ríkisstjórn Ísraels og leiðtogi Kadima-flokksins, sagðist í gær engan áhuga hafa á því að setjast í nýja ríkisstjórn með Benjamin Netanyahu, leiðtoga Likudflokksins. Frekar muni hún taka sér stöðu sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 16.2.2009 03:15 Vill stjórna lengur Íbúar Venesúela greiddu í gær atkvæði um stjórnarskrárbreytingu, sem myndi gera Hugo Chavez forseta og öðrum kosnum embættismönnum kleift að bjóða sig fram oftar en tvisvar sinnum. 16.2.2009 03:00 Heilbrigðisþjónusta hér er í fremstu röð Íslensk heilbrigðisþjónusta er í fremstu röð á heimsmælikvarða. Þetta kemur fram í nýrri grein í Læknablaðinu, sem fjórir íslenskir sérfræðingar hafa tekið saman. 16.2.2009 03:00 Búið að velja formenn fyrir bankaráðin Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að búið sé að óska eftir því við tvo einstaklinga að taka að sér formennsku í bankaráði Nýja Kaupþings og Nýja Glitnis. 16.2.2009 03:00 Efins um rannsókn Seðlabanka „Ég ætla strax á morgun [í dag] að hafa samband við Steingrím J. Sigfússon og fara yfir þetta með honum. Það er ekkert leyndarmál að ein af ástæðum þess hversu veikt við stöndum núna er þetta þekkingarleysi á vanskilum heimila, sem er í stofnunum eins og Seðlabankanum. Þar eru ekki þau tæki og tól sem þarf til að gera svona, hvað þá á tveimur mánuðum," segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, sem heldur meðal annars utan um vanskilaskrá. 16.2.2009 02:30 Tuttuga ára fangelsi fyrir að þýða kórarinn Áfrýjunarréttur í Afganistan staðfesti í dag 20 ára fangelsisdóm yfir tveimur mönnum fyrir að hafa þýtt kóraninn yfir á afgönsku og dreift ókeypis. 15.2.2009 21:45 Endurskoðar áform um Suðurlandsveg Samgönguráðherra hefur ákveðið að endurskoða áform um að Suðurlandsvegur yfir Hellisheiði verði fjögurra akreina. Hann vill hins vegar hafa kaflann milli Hveragerðis og Selfoss tvo plús tvo veg og byrja á honum. 15.2.2009 20:15 Opinn borgarafundur í Háskólabíói Annað kvöld fer fram borgarfundur í Háskólabíói. Yfirskrift fundarins er: Staðan - Stefnan - Framtíðin. Frummælendur verða Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur, Andrés Magnússon geðlæknir og Aðalheiður Ámundadóttir laganemi. 15.2.2009 21:15 Jón Baldvin ekki kjörinn í póstkosningu Ljóst er að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, verður ekki kjörinn formaður Samfylkingarinnar í póstkosningu bjóði hann sig á annað borð fram. Samkvæmt lögum flokksins er hann of seint á ferðinni með framboðshugleiðingar sínar til að svo megi verða, en hann getur boðið sig fram á landsfundi flokksins í mars. 15.2.2009 20:45 Staðgöngumæðrun til skoðunar í vinnuhóp Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hefur skipað vinnuhóp sem kemur saman eftir helgi til að skoða siðfræðileg, lögfræðileg og læknisfræðileg álitaefni varðandi staðgöngumæðrun og hvort leyfa eigi staðgöngumæðrun hér á landi. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 15.2.2009 19:57 St. Jósefsspítali starfar áfram í núverandi mynd Heilbrigðisráðherra ætlar að snúa við ákvörðun Guðlaugs Þórs Þóraðarsonar, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, um að leggja niður St. Jósefsspítala í núverandi mynd. 15.2.2009 18:29 Breskir námsenn óttast atvinnuleysi að námi loknu Breskir námsmenn óttast nú að þeirra bíði einungis atvinnuleysi að námi loknu. Verulega hefur dregið úr atvinnumöguleikum stúdenta að undanförnu. 15.2.2009 20:15 Ingibjörg verður að fara að ákveða sig Yfirlýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar í gær skaða ekki Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, að mati Einars Mars Þórðarsonar stjórnmálafræðings. Hann telur að Ingibjörg verði að gera það fljótt upp við sig hvort hún ætli að halda áfram. 15.2.2009 19:30 Uppboðum Íbúðalánasjóðs hefur fjölgað verulega Miklu fleiri heimili eru illa stödd fjárhagslega nú en fyrir nokkrum mánuðum. Uppboðum hjá Íbúðalánasjóði hefur fjölgað verulega. 15.2.2009 19:30 Bresk stjórnvöld fái Icesave í hausinn Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir það afglöp íslenskra stjórnvalda að hafa ekki nú þegar krafist þess að ólöglegar aðgerðir Breta gegn Íslendingum hafi um leið fært skuldbindingar vegna Icesave-reikninganna yfir á þá. Þá telur hann raunhæft að leita samninga við Evrópusambandið um að það baktryggi íslensku krónuna með tengingu við evru. 15.2.2009 19:06 Soffía sækist eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs og framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi, hefur ákveðið að sækjast eftir öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar í vor. 15.2.2009 19:25 ORA vísar fullyrðingum um fiskibollur á bug Vegna fréttar okkar þar sem fyrrverandi framleiðslustjóri ORA sagði að fyrirtækið væri vísvitandi að blekkja neytendur um uppruna vöru sinnar sendi ORA frá sér yfirlýsingu þar þessum fullyrðingum er algjörlega vísað á bug. 15.2.2009 19:04 Skotinn í Skallagrími Jón Baldvin Hannibalsson biðlar til Vinstri grænna um framhald stjórnarsamstarfs og kveðst vera pólitískt skotinn í Skallagrími. Vinstri grænir verði hins vegar að átta sig á því að Evrópusambandið sé hluti af lausninni. 15.2.2009 18:55 Alfreð byggir brýr Fundur Alfreðs Þorsteinssonar og Davíð Oddssonar í Seðlabankanum fyrir helgi hefur vakið upp spurningar um hvort áhrifamenn í Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki ræði nú saman um endurnýjað ríkisstjórnarsamstarf eftir kosningar. Eru menn ekki alltaf í brúarsmíði, spyr Alfreð þegar hann er spurður um fundinn með Davíð. 15.2.2009 18:47 20 ár frá uppgjöf Sovétmanna í Afganistan Rússar minntust þess í dag að 20 ár eru liðin frá því sovétmenn drógu her sinn til baka frá Afganistan. Blómsveigar voru lagðir að minnismerki hins óþekkta hermanns í Moskvu og uppgjafarhermenn minntust látinna félaga. 15.2.2009 18:45 Fórnarlamba skógareldanna minnst Ástralar minntust í dag þeirra sem létu lífið í skógareldunum í síðustu viku. Minningarathafnir voru haldnar víða en 181 lét lífið í eldunum og vel á annað þúsund heimili eyðilögðust. 15.2.2009 18:41 Fimmtán létu lífið í bruna í Rússlandi Fimmtán létu lífið og sjö voru fluttir á sjúkarhús eftir að eldur kom upp í fjölbýlishúsi í suðurhluta Rússlands í nótt. Rúmlega eitt hundrað íbúar voru í húsinu þegar eldurinn kom upp. 15.2.2009 18:40 Óskar stýrir fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis áfram Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttatjóri Stöðvar 2 og Vísis, hafi fallist á ósk fyrirtækisins um að draga til baka uppsögn sína úr starfi. 15.2.2009 18:14 Seðlabankafrumvarpið er frumvarp um að reka Davíð Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að rangnefni að kalla Seðlabankafrumvarp ríkisstjórnainnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands. „Þetta er bara frumvarp um að reka Davíð Oddsson. Svo einfalt er það,“ segir Einar á pistli á heimasíðu sinni. Einar segir að frumvarpið sé illa unnið. Um það deili enginn. 15.2.2009 17:35 Frambjóðandi segir tilkynningar VR villandi Kristinn Örn Jóhannesson, formannsframbjóðandi í VR, harmar vinnubrögð núverandi formanns og trúnaðarmanna sem hann segir að sendi frá sér tilkynningar um gölluð mótframboð sem erfitt sé að skilja. 15.2.2009 17:30 Lyfjanotkun beint í ódýrari lyf - milljarður sparast Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hefur gefið út reglugerð sem hefur í för með sér umtalsverðar breytingar á niðurgreiðslum vegna lyfjakostnaðar sjúklinga. Lögð er áhersla á að beina lyfjanotkun í ódýrari lyf. Ögmundur telur að lyfjakostnaður allra barnafjölskyldna muni lækka. Aðgerðir hans gera ráð fyrir að lyfjaútgjöld sjúkratrygginga lækki um milljarð miðað við heilt ár. 15.2.2009 17:06 Enn er þoka á Hellisheiði Enn er þoka á Hellisheiði en vegir eru víðast hvar auðir á Suðurlandi. Þó eru sumstaðar hálkublettir á útvegum og raunar er flughált er á Grafningsvegi. 15.2.2009 16:56 Björn: Þagnarmúr um formannssæti rofinn Framganga Jóns Baldvins verður líklega til að skapa enn meira los innan forystusveitar Samfylkingarinnar, að mati Björn Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra. Björn segir í pistli á heimasíðu sinni að með yfirlýsingum sínum í gær hafi Jón Baldvin gefið flokksmönnum leyfi til að ræða um formennsku og forystu Ingibjargar Sólrúnar á annan veg en áður. 15.2.2009 16:47 Tekur ekki sæti í stjórn undir forystu Netanyahus Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels og leiðtogi Kadimaflokksins, lýsti því yfir á fundi flokksins í dag að verði hún ekki forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn mun flokkurinn taka sér stöðu í stjórnarandstöðu. Hún útilokaði þannig að mynduð verði ríkisstjórn undir forystu Benjamins Netanyahus, leiðtoga Likudbandalagsins, með Kadimaflokkinn innanborðs. 15.2.2009 16:39 Paul sækist eftir 1.-3. sæti hjá VG Paul Nikolov, varaþingmaður, hefur ákveðið að sækjast eftir fyrsta til þriðja sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar – Græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum sem fer fram þann 7. mars. 15.2.2009 16:18 Jón Baldvin reyni á styrk sinn í prófkjöri Ungir jafnaðarmenn lýsa yfir óskoruðum stuðningi við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem formann Samfylkingarinnar. Tilefni yfirlýsingarinnar eru orð Jóns Baldvins Hannibalssonar um að hún ætti ekki að gefa kost á sér áfram. 15.2.2009 16:08 Tekist á um ályktun sjálfstæðismanna á Selfossi Sjálfstæðismenn á Selfossi takast á um ályktun sem stjórn sjálfstæðisfélagsins Óðins í bæjarfélaginu sendi frá sér í gær. Þar var skorað á nýja frambjóðendur að gefa kost á sér í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi sem fer fram 14. mars. Almenn og víðtæk krafa um breytingar og lýðræðislegar umbætur kalli á endurnýjun á framboðslistum. 15.2.2009 15:39 Vestmannaeyingar skora á Steingrím Bæjarráð Vestmannaeyja kom saman í dag á aukafundi til að fjalla um loðnuveiðar. Ráðið skorar á Steingrím J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að gefa tafarlaust út 30 til 50 þúsundtonna upphafskvóta í loðnu. 15.2.2009 15:27 Ísaksskóli grýttur Lögregla var kölluð að Ísaksskóla í Bólstaðahlíð í hádeginu þar sem tveir drengir höfðu gert sér að leik að kasta grjóti í skólann. Rúða brotnaði í atganginum. Ekki er vitað hvað drengjunum gekk til. 15.2.2009 14:07 Gunnar vill 2. sæti VG í Reykjavík Gunnar Sigurðsson, stjórnmálafræðingur, hefur ákveðið að óska eftir öðru sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar -græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum sem fram fer 7. mars. Hann starfaði sem kosningastjóri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi vorið 2007. 15.2.2009 13:53 Fá frest til að leggja fram fullgildan framboðslista Lúðvík Lúðvíksson frambjóðandi til formanns VR og 82 félagsmenn sem gáfu kost á sér í trúnaðarráð VR frá frest til þriðjudags til að lagfæra ágalla og leggja fram fullgildan framboðslista. Þetta kemur fram í úrskurði kjörstjórnar. Trúnaðarráð VR unir niðurstöðunni. 15.2.2009 13:46 Íslendingar erlendis vilja vera á kjörskrá Íslendingar búsettir erlendis vilja að Alþingi setji bráðabirgðalög sem geri þeim kleyft á að komast á kjörskrá fyrir þingkosningarnar í apríl. Íslendingar búsettir erlendis þurfa að sækja um fyrir 1. desember að verða teknir á kjörskrá til að viðkomandi geti öðlast kosningarrétt við alþingiskosningar og forsetakjör sem efnt yrði til fram að næsta 1. desember. 15.2.2009 13:28 Hefur ekki tekið ákvörðun um formannsframboð Kristján Þór Júlíusson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur ekki tekið ákvörðun um formannsframboð eða til annarra forystustarfa í flokknum. Nýr formaður verður kjörinn á landsfundi flokksins sem fer fram dagana 26. til 29. mars. Kristján Þór er meðal þeirra sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir eftirmenn Geirs H. Haarde sem formaður flokksins. Enn sem komið er hefur Bjarni Benediktsson einn tilkynnt um framboð sitt. 15.2.2009 13:14 Gefur kost sér í prófkjöri Sjálfststæðiflokksins í Reykjavík Valdimar Agnar Valdimarsson hefur ákveðiða að bjóða sig fram í 7. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fer fram 13. og 14. mars næstkomandi. 15.2.2009 12:52 Sjá næstu 50 fréttir
Innbrotsþjófar stálu kvenfatnaði og snyrtivörum Brotist var inn í verslun við Laugaveg í nótt og þaðan stolið einhverju af kvenfatnaði og snyrtivörum. Þjófurinn, sem spennti upp bakdyrnar, er ófundinn. Lögregla greip hins vegar þjófana tvo sem brutust inn í íbúðarhús í Kópavogi í nótt og stálu þaðan nokkrum bíldekkjum. Þeir gista nú fangageymslur. 16.2.2009 07:03
Breytti ekki siðferðilega rétt Séra Svavar Alfreð Jónsson breytti ekki siðferðilega rétt þegar hann skírði stúlku á Akureyri í óþökk föður hennar, að mati áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar. 16.2.2009 05:00
Hvalveiðisinnar noti ekki bæinn Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi, lýsir furðu sinni á að nafn sveitarfélagsins hafi verið notað í auglýsingaherferð fyrir hvalveiðum án undangenginnar umræðu. „Slíkt ber ekki vott um góða stjórnsýslu. 16.2.2009 04:30
Lóðarkaupandi segir áhættu nánast enga „Það er engin áhætta í þessu lengur,“ segir Þorleifur H. Lúðvíksson, einn fimm sem þáðu einbýlishúsalóð á Reynisvatnsási úr síðasta hópi umsækjenda. 16.2.2009 04:30
Niðurlægði og misþyrmdi Bandaríski hermaðurinn Brandon Neely segist hafa verið hræddur í janúar árið 2002, þegar hann tók á móti fyrstu föngunum sem komu til fangabúða Bandaríkjahers við Guantanamoflóa á Kúbu. 16.2.2009 04:15
Útgreiðslan skerðir atvinnuleysisbætur Atvinnulaust fólk sem er í greiðsluvanda og tekur út séreignarlífeyrissparnað, til dæmis til að greiða niður skuldir, getur átt von á því að útgreiðslan skerði atvinnuleysisbætur í þeim mánuði sem sparnaðurinn er tekinn út nema reglum verði breytt. 16.2.2009 03:45
Livni útilokar samstarf með Likudflokknum Tzipi Livni, utanríkisráðherra í fráfarandi ríkisstjórn Ísraels og leiðtogi Kadima-flokksins, sagðist í gær engan áhuga hafa á því að setjast í nýja ríkisstjórn með Benjamin Netanyahu, leiðtoga Likudflokksins. Frekar muni hún taka sér stöðu sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 16.2.2009 03:15
Vill stjórna lengur Íbúar Venesúela greiddu í gær atkvæði um stjórnarskrárbreytingu, sem myndi gera Hugo Chavez forseta og öðrum kosnum embættismönnum kleift að bjóða sig fram oftar en tvisvar sinnum. 16.2.2009 03:00
Heilbrigðisþjónusta hér er í fremstu röð Íslensk heilbrigðisþjónusta er í fremstu röð á heimsmælikvarða. Þetta kemur fram í nýrri grein í Læknablaðinu, sem fjórir íslenskir sérfræðingar hafa tekið saman. 16.2.2009 03:00
Búið að velja formenn fyrir bankaráðin Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að búið sé að óska eftir því við tvo einstaklinga að taka að sér formennsku í bankaráði Nýja Kaupþings og Nýja Glitnis. 16.2.2009 03:00
Efins um rannsókn Seðlabanka „Ég ætla strax á morgun [í dag] að hafa samband við Steingrím J. Sigfússon og fara yfir þetta með honum. Það er ekkert leyndarmál að ein af ástæðum þess hversu veikt við stöndum núna er þetta þekkingarleysi á vanskilum heimila, sem er í stofnunum eins og Seðlabankanum. Þar eru ekki þau tæki og tól sem þarf til að gera svona, hvað þá á tveimur mánuðum," segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, sem heldur meðal annars utan um vanskilaskrá. 16.2.2009 02:30
Tuttuga ára fangelsi fyrir að þýða kórarinn Áfrýjunarréttur í Afganistan staðfesti í dag 20 ára fangelsisdóm yfir tveimur mönnum fyrir að hafa þýtt kóraninn yfir á afgönsku og dreift ókeypis. 15.2.2009 21:45
Endurskoðar áform um Suðurlandsveg Samgönguráðherra hefur ákveðið að endurskoða áform um að Suðurlandsvegur yfir Hellisheiði verði fjögurra akreina. Hann vill hins vegar hafa kaflann milli Hveragerðis og Selfoss tvo plús tvo veg og byrja á honum. 15.2.2009 20:15
Opinn borgarafundur í Háskólabíói Annað kvöld fer fram borgarfundur í Háskólabíói. Yfirskrift fundarins er: Staðan - Stefnan - Framtíðin. Frummælendur verða Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur, Andrés Magnússon geðlæknir og Aðalheiður Ámundadóttir laganemi. 15.2.2009 21:15
Jón Baldvin ekki kjörinn í póstkosningu Ljóst er að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, verður ekki kjörinn formaður Samfylkingarinnar í póstkosningu bjóði hann sig á annað borð fram. Samkvæmt lögum flokksins er hann of seint á ferðinni með framboðshugleiðingar sínar til að svo megi verða, en hann getur boðið sig fram á landsfundi flokksins í mars. 15.2.2009 20:45
Staðgöngumæðrun til skoðunar í vinnuhóp Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hefur skipað vinnuhóp sem kemur saman eftir helgi til að skoða siðfræðileg, lögfræðileg og læknisfræðileg álitaefni varðandi staðgöngumæðrun og hvort leyfa eigi staðgöngumæðrun hér á landi. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 15.2.2009 19:57
St. Jósefsspítali starfar áfram í núverandi mynd Heilbrigðisráðherra ætlar að snúa við ákvörðun Guðlaugs Þórs Þóraðarsonar, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, um að leggja niður St. Jósefsspítala í núverandi mynd. 15.2.2009 18:29
Breskir námsenn óttast atvinnuleysi að námi loknu Breskir námsmenn óttast nú að þeirra bíði einungis atvinnuleysi að námi loknu. Verulega hefur dregið úr atvinnumöguleikum stúdenta að undanförnu. 15.2.2009 20:15
Ingibjörg verður að fara að ákveða sig Yfirlýsingar Jóns Baldvins Hannibalssonar í gær skaða ekki Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, að mati Einars Mars Þórðarsonar stjórnmálafræðings. Hann telur að Ingibjörg verði að gera það fljótt upp við sig hvort hún ætli að halda áfram. 15.2.2009 19:30
Uppboðum Íbúðalánasjóðs hefur fjölgað verulega Miklu fleiri heimili eru illa stödd fjárhagslega nú en fyrir nokkrum mánuðum. Uppboðum hjá Íbúðalánasjóði hefur fjölgað verulega. 15.2.2009 19:30
Bresk stjórnvöld fái Icesave í hausinn Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir það afglöp íslenskra stjórnvalda að hafa ekki nú þegar krafist þess að ólöglegar aðgerðir Breta gegn Íslendingum hafi um leið fært skuldbindingar vegna Icesave-reikninganna yfir á þá. Þá telur hann raunhæft að leita samninga við Evrópusambandið um að það baktryggi íslensku krónuna með tengingu við evru. 15.2.2009 19:06
Soffía sækist eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins Soffía Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs og framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Austurlandi, hefur ákveðið að sækjast eftir öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar í vor. 15.2.2009 19:25
ORA vísar fullyrðingum um fiskibollur á bug Vegna fréttar okkar þar sem fyrrverandi framleiðslustjóri ORA sagði að fyrirtækið væri vísvitandi að blekkja neytendur um uppruna vöru sinnar sendi ORA frá sér yfirlýsingu þar þessum fullyrðingum er algjörlega vísað á bug. 15.2.2009 19:04
Skotinn í Skallagrími Jón Baldvin Hannibalsson biðlar til Vinstri grænna um framhald stjórnarsamstarfs og kveðst vera pólitískt skotinn í Skallagrími. Vinstri grænir verði hins vegar að átta sig á því að Evrópusambandið sé hluti af lausninni. 15.2.2009 18:55
Alfreð byggir brýr Fundur Alfreðs Þorsteinssonar og Davíð Oddssonar í Seðlabankanum fyrir helgi hefur vakið upp spurningar um hvort áhrifamenn í Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki ræði nú saman um endurnýjað ríkisstjórnarsamstarf eftir kosningar. Eru menn ekki alltaf í brúarsmíði, spyr Alfreð þegar hann er spurður um fundinn með Davíð. 15.2.2009 18:47
20 ár frá uppgjöf Sovétmanna í Afganistan Rússar minntust þess í dag að 20 ár eru liðin frá því sovétmenn drógu her sinn til baka frá Afganistan. Blómsveigar voru lagðir að minnismerki hins óþekkta hermanns í Moskvu og uppgjafarhermenn minntust látinna félaga. 15.2.2009 18:45
Fórnarlamba skógareldanna minnst Ástralar minntust í dag þeirra sem létu lífið í skógareldunum í síðustu viku. Minningarathafnir voru haldnar víða en 181 lét lífið í eldunum og vel á annað þúsund heimili eyðilögðust. 15.2.2009 18:41
Fimmtán létu lífið í bruna í Rússlandi Fimmtán létu lífið og sjö voru fluttir á sjúkarhús eftir að eldur kom upp í fjölbýlishúsi í suðurhluta Rússlands í nótt. Rúmlega eitt hundrað íbúar voru í húsinu þegar eldurinn kom upp. 15.2.2009 18:40
Óskar stýrir fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis áfram Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að Óskar Hrafn Þorvaldsson, fréttatjóri Stöðvar 2 og Vísis, hafi fallist á ósk fyrirtækisins um að draga til baka uppsögn sína úr starfi. 15.2.2009 18:14
Seðlabankafrumvarpið er frumvarp um að reka Davíð Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að rangnefni að kalla Seðlabankafrumvarp ríkisstjórnainnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands. „Þetta er bara frumvarp um að reka Davíð Oddsson. Svo einfalt er það,“ segir Einar á pistli á heimasíðu sinni. Einar segir að frumvarpið sé illa unnið. Um það deili enginn. 15.2.2009 17:35
Frambjóðandi segir tilkynningar VR villandi Kristinn Örn Jóhannesson, formannsframbjóðandi í VR, harmar vinnubrögð núverandi formanns og trúnaðarmanna sem hann segir að sendi frá sér tilkynningar um gölluð mótframboð sem erfitt sé að skilja. 15.2.2009 17:30
Lyfjanotkun beint í ódýrari lyf - milljarður sparast Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hefur gefið út reglugerð sem hefur í för með sér umtalsverðar breytingar á niðurgreiðslum vegna lyfjakostnaðar sjúklinga. Lögð er áhersla á að beina lyfjanotkun í ódýrari lyf. Ögmundur telur að lyfjakostnaður allra barnafjölskyldna muni lækka. Aðgerðir hans gera ráð fyrir að lyfjaútgjöld sjúkratrygginga lækki um milljarð miðað við heilt ár. 15.2.2009 17:06
Enn er þoka á Hellisheiði Enn er þoka á Hellisheiði en vegir eru víðast hvar auðir á Suðurlandi. Þó eru sumstaðar hálkublettir á útvegum og raunar er flughált er á Grafningsvegi. 15.2.2009 16:56
Björn: Þagnarmúr um formannssæti rofinn Framganga Jóns Baldvins verður líklega til að skapa enn meira los innan forystusveitar Samfylkingarinnar, að mati Björn Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra. Björn segir í pistli á heimasíðu sinni að með yfirlýsingum sínum í gær hafi Jón Baldvin gefið flokksmönnum leyfi til að ræða um formennsku og forystu Ingibjargar Sólrúnar á annan veg en áður. 15.2.2009 16:47
Tekur ekki sæti í stjórn undir forystu Netanyahus Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels og leiðtogi Kadimaflokksins, lýsti því yfir á fundi flokksins í dag að verði hún ekki forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn mun flokkurinn taka sér stöðu í stjórnarandstöðu. Hún útilokaði þannig að mynduð verði ríkisstjórn undir forystu Benjamins Netanyahus, leiðtoga Likudbandalagsins, með Kadimaflokkinn innanborðs. 15.2.2009 16:39
Paul sækist eftir 1.-3. sæti hjá VG Paul Nikolov, varaþingmaður, hefur ákveðið að sækjast eftir fyrsta til þriðja sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar – Græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum sem fer fram þann 7. mars. 15.2.2009 16:18
Jón Baldvin reyni á styrk sinn í prófkjöri Ungir jafnaðarmenn lýsa yfir óskoruðum stuðningi við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem formann Samfylkingarinnar. Tilefni yfirlýsingarinnar eru orð Jóns Baldvins Hannibalssonar um að hún ætti ekki að gefa kost á sér áfram. 15.2.2009 16:08
Tekist á um ályktun sjálfstæðismanna á Selfossi Sjálfstæðismenn á Selfossi takast á um ályktun sem stjórn sjálfstæðisfélagsins Óðins í bæjarfélaginu sendi frá sér í gær. Þar var skorað á nýja frambjóðendur að gefa kost á sér í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi sem fer fram 14. mars. Almenn og víðtæk krafa um breytingar og lýðræðislegar umbætur kalli á endurnýjun á framboðslistum. 15.2.2009 15:39
Vestmannaeyingar skora á Steingrím Bæjarráð Vestmannaeyja kom saman í dag á aukafundi til að fjalla um loðnuveiðar. Ráðið skorar á Steingrím J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að gefa tafarlaust út 30 til 50 þúsundtonna upphafskvóta í loðnu. 15.2.2009 15:27
Ísaksskóli grýttur Lögregla var kölluð að Ísaksskóla í Bólstaðahlíð í hádeginu þar sem tveir drengir höfðu gert sér að leik að kasta grjóti í skólann. Rúða brotnaði í atganginum. Ekki er vitað hvað drengjunum gekk til. 15.2.2009 14:07
Gunnar vill 2. sæti VG í Reykjavík Gunnar Sigurðsson, stjórnmálafræðingur, hefur ákveðið að óska eftir öðru sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar -græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum sem fram fer 7. mars. Hann starfaði sem kosningastjóri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi vorið 2007. 15.2.2009 13:53
Fá frest til að leggja fram fullgildan framboðslista Lúðvík Lúðvíksson frambjóðandi til formanns VR og 82 félagsmenn sem gáfu kost á sér í trúnaðarráð VR frá frest til þriðjudags til að lagfæra ágalla og leggja fram fullgildan framboðslista. Þetta kemur fram í úrskurði kjörstjórnar. Trúnaðarráð VR unir niðurstöðunni. 15.2.2009 13:46
Íslendingar erlendis vilja vera á kjörskrá Íslendingar búsettir erlendis vilja að Alþingi setji bráðabirgðalög sem geri þeim kleyft á að komast á kjörskrá fyrir þingkosningarnar í apríl. Íslendingar búsettir erlendis þurfa að sækja um fyrir 1. desember að verða teknir á kjörskrá til að viðkomandi geti öðlast kosningarrétt við alþingiskosningar og forsetakjör sem efnt yrði til fram að næsta 1. desember. 15.2.2009 13:28
Hefur ekki tekið ákvörðun um formannsframboð Kristján Þór Júlíusson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur ekki tekið ákvörðun um formannsframboð eða til annarra forystustarfa í flokknum. Nýr formaður verður kjörinn á landsfundi flokksins sem fer fram dagana 26. til 29. mars. Kristján Þór er meðal þeirra sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir eftirmenn Geirs H. Haarde sem formaður flokksins. Enn sem komið er hefur Bjarni Benediktsson einn tilkynnt um framboð sitt. 15.2.2009 13:14
Gefur kost sér í prófkjöri Sjálfststæðiflokksins í Reykjavík Valdimar Agnar Valdimarsson hefur ákveðiða að bjóða sig fram í 7. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fer fram 13. og 14. mars næstkomandi. 15.2.2009 12:52
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent