Innlent

Ólíklegt að laun hækki um næstu mánaðarmót

Ólíklegt er að laun á almennum vinnumarkaði hækki um næstu mánaðarmót eins og kjarasamningar gera ráð fyrir. Meirihluti formanna aðildarfélaga ASÍ vill fresta endurskoðun samninganna fram á sumar sem þýðir að hækkanirnar frestast þangað til.

Fulltrúar atvinnulífsins hafa undanfarið rætt um enduskoðun kjarasamninga. Samkvæmt samningunum eiga lægstu laun að hækka um annað hvort 13.500 krónur eða 17.500 krónur um næsta mánaðarmót og laun sem staðið hafa í stað síðustu tólf mánuði að hækka um 3,5% vegna launaþróunartryggingar.

Samtök atvinnulífsins hafa farið fram á það við ASÍ að hækkununum verði frestað til að atvinnulífið fái svigrúm á þessum erfiðu tímum. Formenn aðildarfélaga ASÍ komu saman á fundi í dag til að ræða málin og var meirihluti þeirra á því að fresta endurskoðun samninganna út júní og hækkanirnar komi því ekki til framkvæmda fyrr en þá.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×