Fleiri fréttir Gagnrýna forystu Frjálslynda flokksins harðlega ,,Það virðist sem forysta flokksins skorti áhuga á að stækka flokkinn, efla innra starf flokksins og hleypa nýju fólki að," segja Guðrún María Óskarsdóttir og Ásgerður Jóna Flosadóttir um forystu Frjálslynda flokksins í opnu bréfi til Guðjóns Arnars Kristjánssonar, formanns flokksins. Þær hafa gefið kost á sér sem formaður og varaformaður flokksins á komandi landsþingi. 15.2.2009 11:44 Fjölmiðlar unnu fyrir eigendur sína Sturla Böðvarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum forseti Alþingis, fullyrðir að eigendur fjölmiðla hafi stjórnað þeim og komið í veg fyrir óþægilega umfjöllun. Hann segir að svo virðist sem að fjölmiðlar hafi verið notaðir til að dreifa yfir margt af því sem átti sér stað í bönkunum. 15.2.2009 11:17 Áhrif loftslagsbreytinga verri en áður var talið Loftlagsbreytingar á næstu 100 árum verða meiri og á áhrifin verri en hingað til hefur verið talið að mati vísindamannsins Chris Field, sérfræðings í loftlagsmálum. Þetta kom fram í máli hans á ráðstefnu um loftlagsbreytingar í Bandaríkjunum um helgina. 15.2.2009 11:00 Reyndu að smygla vörum til Gaza Breska lögreglan upplýsti í morgun að hún hefði handtekið þrjá menn á föstudaginn grunaða um að tengjast hryðjuverkastarfssemi. Mennirnir reyndu að smygla vörum með bílalest sem var á leið til Gaza strandarinnar á vegum breskra góðgerðarsamtaka. 15.2.2009 10:30 Átta nótaveiðiskip gulldepluveiðum Átta nótaveiðiskip eru nú á gulldepluveiðum á Reykjaneshrygg, Álfsey, Birtingur, Hoffell, Huginn, Jóna Eðvalds, Jón Kjartansson og Júpiter. Skipin eru flest 60 til 70 sjómílur suðvestur af landinu og voru tvö þeirra að kasta á torfur í morgun, Álfsey og Jón Kjartansson. 15.2.2009 10:15 Ríkisstjórnin láti af mannaveiðum - vilja loðnuveiðar strax Íslenskt þjóðfélag er á hausnum í orðsins fyllstu merkingu og það eina sem Ríkisstjórn Íslands hefur hugann við er allt annað en sjávarútvegur. Svo segir í ályktun stjórnarfundur Skipstjóra og- stýrimannafélagsins Verðanda í Vestmannaeyjum sem haldinn var í gær þar sem skorað er á ríkisstjórnina að láta hefja loðnuveiðar strax. Þar segir að fullmönnuð ríkisstjórn af fólki sem hafi ekki hundsvit á sjávarútvegi sé hneisa fyrir Ísland. Mörg hundruð milljónir séu að tapast á hverjum degi "meðan þið sem stjórnið landinu okkar vitið ekki að sjávarútvegurinn er það eina sem getur bjargað þessari þjóð frá gjaldþroti. 15.2.2009 10:04 Hálka um land allt Á Suðurlandi er þoka á Hellisheiði og sumstaðar eru enn hálkublettir á útvegum. Flughált er á Grafningsvegi, samkvæmt Vegagerðinni. 15.2.2009 09:56 Skíðasvæðin í Hlíðarfjalli og Tindastól opin Skíðasvæðin í Hlíðarfjalli og Tindastól verða opin í dag. Í morgun var logn og hiti við frostmark í Hlíðarfjalli en skíðasvæðið verður opið frá klukkan 10 til 16 15.2.2009 09:50 Rólegt víðs vegar um landið Lögreglan á Selfossi handtók mann á fimmta tímanum í nótt grunaðan um ölvun við akstur. Þá stöðvaði lögreglan á Ísafirði mann í nótt sem talinn var aka undir áhrifum fíkniefna. 15.2.2009 09:40 Eldar kveiktir við Lækjartorg - tveir handteknir Rúmlega 100 mótmælendur komu saman á Lækjartorgi í gærkvöldi með flautur og ýmis búsáhöld til að framkalla hávaða, að sögn lögreglu. Að auki var kveikt í bálköstum. 15.2.2009 09:15 Samskipti Tyrkja og Ísraela versna Undanfarnar vikur hafa samskipti Tyrkja og Ísraela verið afar stirð eða allt eftir að Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, rauk öskureiður af ársþingi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í lok janúar eftir snörp orðaskipti við Simon Peres, forseta Ísraels. Deiluefnið var árásir Ísraela á Gaza. Erdogan var fagnað sem hetju við heimkomuna til Tyrklands. 15.2.2009 07:30 Jóhanna Guðrún sigraði í Eurovision Í kvöld varð ljóst hvaða lag verður framlag Íslands í söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Moskvu 16. maí. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sigraði með laginu Is it true eftir Óskar Pál Sveinsson. 14.2.2009 21:41 Formennska Jóns styrkti ekki Alþýðuflokkinn ,,Fyrr í vikunni ritaði ég grein í Morgunblaðið og rifjaði upp, að formennska Jóns Baldvins í Alþýðuflokknum styrkti ekki flokkinn, hann mældist með 5% fylgi, þegar hann skreið í skjól Samfylkingarinnar í kosningbandalagi árið 1999," segir Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, á heimasíðu sinni. 14.2.2009 21:00 Jón stendur ekki fyrir endurnýjun - leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda Í ljósi forsögunnar ætti Jón Baldvin að láta Jóhönnu Sigurðardóttur um að tala fyrir sig sjálfa, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún telur að standi vilji Samfylkingarinnar til þess að endurnýja forystu flokksins þá standi Jón Baldvin ekki undir því. 14.2.2009 18:40 Mótmælendum hótað Nokkuð hefur borið á hótunum í garð þeirra sem hafa staðið framarlega í mótmælum hér á landi. Í síðustu viku var ráðist á konu á fimmtugsaldri en hún hafði það eitt til saka unnið að hafa tekið þátt í mótmælaaðgerðum gegn efnhagsástandinu. Þetta staðfesti Hörður Torfason, talsmaður Radda fólksins, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Ekki er vitað hverjir standa á bak við hótanirnar. 14.2.2009 20:15 Hulda þarf að skera niður um þrjá milljarða Stjórnendur á Landsspítalanum þurfa að skera niður kostnað um tæpa þrjá milljarða á þessu ári, samkvæmt kröfum frá heilbrigðisráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að um helmingur þessa sparnaðar komi til með því að lækka launakostnað. Til greina kemur að fækka starfsfólki. Erfitt verkefni, segir Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri spítalans. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 14.2.2009 20:11 Bundnir við bryggju eins og beljur við bása Sjómennirnir á loðnuskipinu Lundey segjast vera bundnir við bryggju eins og beljur við bása meðan milljarðaverðmæti syndi framhjá þjóðarbúinu. Þeir segja ranga þéttleikastuðla Hafrannsóknastofnunar við mælingu loðnutorfa koma í veg fyrir að grænt ljós verði gefið á loðnuveiðar. 14.2.2009 19:45 Framboðsmál Framsóknarflokksins skýrast Framsóknarmenn héldu aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim voru teknar ákvarðanir um hvernig staðið verður að vali á framboðslista flokksins vegna þingkosninganna í vor. Póstkosning verður í tveimur kjördæmum og prófkjör í öðru. 14.2.2009 20:37 Jón Baldvin segir Davíð minna á Hitler í byrginu Jón Baldvin Hannibalsson varpaði pólitískri sprengju í dag þegar hann krafðist þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir axlaði pólitíska ábyrgð og viki sem formaður Samfylkingarinnar. Hann kvaðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við en ef gera ætti systralag til að hylma yfir ábyrgð væri hann tilbúinn að gefa kost á sér til forystu. 14.2.2009 18:51 Einn með allar tölurnar réttar Það var heppinn áskrifandi sem var með allar aðaltölurnar réttar í Lottóinu í kvöld og hlaut hann 9.758.130 krónur í vinning. Þrír skiptu bónuspottinum á milli sín og fékk hver 77.460 krónur í sinn hlut. 14.2.2009 19:52 Reynslulítill Framsóknarflokkur Nú þegar Valgerður Sverrisdóttir hefur tilkynnt að hún ætli að hætta í stjórnmálum stendur eftir reynslulítill þingflokkur að Siv Friðleifsdóttur undanskilinni, að mati Ástu Möller þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hún bendir á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sé ungur, með engan bakgrunn í stjórnmálum og hafi gengið í flokkinn skömmu fyrir formannskjörið. 14.2.2009 19:48 Framhjól lét undan í lendingu Betur fór en á horfðist þegar AVRO-146 flugvél breska flugfélagsins British Airways hlekktist á í lendingu á London City flugvellinum í gær. Framhjól flugvélarinnar lét undan í lendingu með þeim afleiðingum að vélin skall á flugbrautina. 14.2.2009 19:30 Fengu að snúa til baka eftir skógareldanna Íbúar bæjarins Marysville í Ástralíu fengu í dag að snúa aftur eftir eina verstu skógarelda á svæðinu í manna minnum. Bærinn varð illa úti í eldunum og er nánast í rúst. 14.2.2009 19:02 Vongóður um áhrif björgunarpakkans Barack Obama, Bandaríkjaforseti, er vongóður um að björgunarpakki upp á tæpa 790 milljarða dollara, sem Bandaríkjaþing samþykkti í gær, muni blása nýju lífi í bandarískan efnhag. 14.2.2009 18:45 Jóhanna undrast ummæli Jóns - styður Ingibjörgu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, undrast ummæli sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, lét falla á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur fyrr í dag. 14.2.2009 18:08 Erindreki Obama fundaði með Karzai Richard Holbrooke, erindreki ríkisstjórnar Baracks Obama í Afghanistan og Pakistan, fundaði í dag með Hamid Karzai, forseta Afhganistans. Þeir ræddu um stöðu mála í landinu og framtíðarsýn Karzai. Bæði Obama og Hillary Clinton, utanríkisráðherra, hafa gagnrýnt forsetann og látið opinberlega í ljós óánægju sína með hann. 14.2.2009 17:39 Ómar boðaði fagnaðarerindið á Klörubar Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, reifaði skoðanir sínar á þjóðmálunum og þá sér í lagi til náttúruverndar á fjölmennum fundi á Klörubar á Kanaraí fyrr í dag. Á annað hundrað manns komu saman til að hlýða á Ómar og beindu fjölmargir spurningum til hans, þar á meðal varðandi atvinnumál og álversuppbyggingu. 14.2.2009 17:07 Birna vill forystusæti hjá Sjálfstæðisflokknum Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og varaþingmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 1. – 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar í vor. Hún segir Sjálfstæðisflokkinn líkt og aðra flokka verða að axla ábyrgð á núverandi stöðu efnhagsmála þjóðarinnar. 14.2.2009 16:54 Nokkur hundruð á Austurvelli Nokkur hundruð manns komu saman á 19. mótmælafundi Radda fólksins á Austurvelli fyrr í dag. Elísabet Jónsdóttir ellilífeyrisþegi og Ágúst Guðmundsson leikstjóri ávörpuðu fundinn. Fundurinn fór friðsamlega fram og þurfti lögregla ekki að hafa afskipti af fundargestum. 14.2.2009 16:53 Þátttaka á mörkum þess að vera fullnægjandi Nýjar upplýsingar úr miðlægum bólusetningagrunni benda til þess að þátttaka í bólusetningu virðist vera á mörkum þess að vera fullnægjandi. Þetta kemur fram á vef Landlæknisembættisins. Þar kemur fram að bólusetning gegn mislingum, rauðum höndum og hettusótt skipti sköpum. 14.2.2009 16:42 Ísraelar útliloka vopnhlé nema Shalit verði sleppt Ráðamenn í Ísrael hafa ekki hug á að semja um vopnahlé við Hamassamtökin nema ísraelska hermanninum Gilad Shalit verði sleppt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ehud Olmert, fráfarandi forsætisráðherra Ísraels. Að undanförnu hefur verið unnið að samkomulagi um 18 mánaða vopnahlé á svæðinu. 14.2.2009 16:24 Rændi apótekið í Austurveri með sprautunál Kona vopnuð hnífi og sprautunál ógnaði starfsfólki í Lyf og heilsu í Austurveri við Háaleitsbraut á fjóra tímanum í dag. Hún komst undan með eitthvað af lyfum, að sögn lögreglu sem barst tilkynning um ránið klukkan 15:24. Lögregla handtók skömmu síðar fólk sem talið er tengjast málinu. 14.2.2009 15:59 Kynnir breytingar á niðurgreiðslu á lyfjum og lyfjakostnaði Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hyggst kynna á morgun tillögur sem fela í sér umtalsverðar breytingar á niðurgreiðslu lyfja, lyfjakostnaði barna og atvinnulausra. Þetta mun ráðherrann gera á fundi með blaðamönnum, að fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. 14.2.2009 15:06 Jóhanna taki við af Ingibjörgu - útilokar ekki framboð til formanns Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að víkja sem formaður Samfylkingarinnar og kveðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við. Ef Ingibjörg víki ekki fyrir Jóhönnu kveðst Jón Baldvin reiðubúinn að bjóða sig fram sjálfur til forystu í flokknum. Þetta kom fram á fundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingarfélag, hélt í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu í dag. 14.2.2009 14:57 Framsóknarmenn halda prófkjör í Kraganum 7. mars Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi sem haldið var í dag var ákveðið að halda prófkjör þann 7. mars þar sem kosið verður í fimm efstu sætin á lista framsóknarmanna í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Flokkurinn fékk einn mann kjörin í kosningunum vorið 2007. 14.2.2009 14:49 Vilja landsbyggðarkonur á þing ,,Engin kona er þingmaður Samfylkingarinnar fyrir landsbyggðarkjördæmin þrjú. Þetta er staðreynd þrátt fyrir margyfirlýsta jafnréttisstefnu Samfylkingarinnar um að baráttan fyrir jafnrétti og kvenfrelsi sé órjúfanlegur hluti jafnaðarstefnunnar," segir í ályktun Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. 14.2.2009 14:40 Jafnréttisverðlaun KSÍ veitt í fyrsta sinn Jafnréttisverðlaun Knattspyrnusambands Íslands voru veitt í fyrsta sinn í dag. 63. ársþing sambandsins fer fram um helgina. Tveir aðilar hlutu viðurkenninguna. Knattspyrnudeild ÍR fyrir verkefnið ,,Innan vallar sem utan" og Víðir Sigurðsson fyrir skrásetningu um sögu íslenskrar knattspyrnu. 14.2.2009 14:04 Frambjóðendur í Norðvesturkjördæmi valdir með póstkosningu Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi sem haldið er í dag að Reykjum í Hrútafirði var samþykkt tillaga þess efnis að val í fjögur efstu sætin á framboðslista framsóknarmanna í kjördæminu vegna kosninga til Alþingis í vork skyldi fara fram með póstkosningu allra félagsmanna í kjördæminu. 14.2.2009 13:46 Góð þátttaka á Vetrarhátíð Safnanótt tókst með eindæmum vel og þátttaka hefur sennilega aldrei verið jafnmikil og lagði mikinn fjölda fólks leið sína á söfn borgarinnar og á sýningar og viðburði gærkvöldsins, samkvæmt Skúla Gautasyni hjá Höfuðborgarstofu. 14.2.2009 13:39 Þjóðverjar hvetja til aðgerða gegn kreppunni Þjóðverjar hvetja nú stærstu iðnríki heims til að grípa strax til aðgerða gegn efnahagskreppunni. Fjármálaráðherra sjö helstu iðnríkja heims funda nú í Róm á Ítalíu. 14.2.2009 13:27 Sjálfstæðisflokkurinn þarf tilfinningalegt svigrúm ,,Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í 18 ár og eðlilegt að hann þurfi tilfinningalegt svigrúm til að fóta sig í þeirri framandi stöðu," segir Skúla Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, í pistli á heimasíðu flokksins. 14.2.2009 13:21 Tíu greindust með HIV-smit í fyrra Á árinu 2008 greindust tíu manns með HIV-smit á Íslandi, sjö karlar og þrjár konur. Enginn greindist með alnæmi, lokastig sjúkdómsins. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum á vef Landlæknisembættisins. 14.2.2009 13:15 Ósamið um áframhaldandi samstarf VG og Samfylkingar Össur Skarphéðinsson, utanríkis- og iðnaðarráðherra, segir að forystumenn Vinstri grænna og Samfylkingar hafi ekki rætt áframhaldandi samstarf eftir kosningarnar í vor. Aftur á móti segir hann málið verði væntanlega rætt og kannað þegar nær dregur kosningum. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Þar er fullyrt að áhrifamenn í VG lýsi yfir áhuga á áframhaldandi samstarfi ríkisstjórnarflokkanna eftir kosningar. Sumir hafa jafnvel haft á orði að flokkarnir ættu að mynda kosningabandalag svo kjósendur vissu að hverju þeir gengju. 14.2.2009 13:06 Valgerður hættir í stjórnmálum Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, sem haldið er í Mývatnssveit í dag, lýsti Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, því yfir að hún gæfi ekki kost á sér á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar í vor. ,,Lýk ég þar með störfum á vettvangi stjórnmálanna," segir Valgerður á vefsíðu sinni. 14.2.2009 12:41 Guðni gefur kost á sér fyrir Framsókn Guðni Ragnarsson, búfræðingur og kúabóndi á Guðnastöðum, hefur ákveðið að kefa kost á mér í 4. sæti á lista framsóknarmanna í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. 14.2.2009 12:22 Sjá næstu 50 fréttir
Gagnrýna forystu Frjálslynda flokksins harðlega ,,Það virðist sem forysta flokksins skorti áhuga á að stækka flokkinn, efla innra starf flokksins og hleypa nýju fólki að," segja Guðrún María Óskarsdóttir og Ásgerður Jóna Flosadóttir um forystu Frjálslynda flokksins í opnu bréfi til Guðjóns Arnars Kristjánssonar, formanns flokksins. Þær hafa gefið kost á sér sem formaður og varaformaður flokksins á komandi landsþingi. 15.2.2009 11:44
Fjölmiðlar unnu fyrir eigendur sína Sturla Böðvarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum forseti Alþingis, fullyrðir að eigendur fjölmiðla hafi stjórnað þeim og komið í veg fyrir óþægilega umfjöllun. Hann segir að svo virðist sem að fjölmiðlar hafi verið notaðir til að dreifa yfir margt af því sem átti sér stað í bönkunum. 15.2.2009 11:17
Áhrif loftslagsbreytinga verri en áður var talið Loftlagsbreytingar á næstu 100 árum verða meiri og á áhrifin verri en hingað til hefur verið talið að mati vísindamannsins Chris Field, sérfræðings í loftlagsmálum. Þetta kom fram í máli hans á ráðstefnu um loftlagsbreytingar í Bandaríkjunum um helgina. 15.2.2009 11:00
Reyndu að smygla vörum til Gaza Breska lögreglan upplýsti í morgun að hún hefði handtekið þrjá menn á föstudaginn grunaða um að tengjast hryðjuverkastarfssemi. Mennirnir reyndu að smygla vörum með bílalest sem var á leið til Gaza strandarinnar á vegum breskra góðgerðarsamtaka. 15.2.2009 10:30
Átta nótaveiðiskip gulldepluveiðum Átta nótaveiðiskip eru nú á gulldepluveiðum á Reykjaneshrygg, Álfsey, Birtingur, Hoffell, Huginn, Jóna Eðvalds, Jón Kjartansson og Júpiter. Skipin eru flest 60 til 70 sjómílur suðvestur af landinu og voru tvö þeirra að kasta á torfur í morgun, Álfsey og Jón Kjartansson. 15.2.2009 10:15
Ríkisstjórnin láti af mannaveiðum - vilja loðnuveiðar strax Íslenskt þjóðfélag er á hausnum í orðsins fyllstu merkingu og það eina sem Ríkisstjórn Íslands hefur hugann við er allt annað en sjávarútvegur. Svo segir í ályktun stjórnarfundur Skipstjóra og- stýrimannafélagsins Verðanda í Vestmannaeyjum sem haldinn var í gær þar sem skorað er á ríkisstjórnina að láta hefja loðnuveiðar strax. Þar segir að fullmönnuð ríkisstjórn af fólki sem hafi ekki hundsvit á sjávarútvegi sé hneisa fyrir Ísland. Mörg hundruð milljónir séu að tapast á hverjum degi "meðan þið sem stjórnið landinu okkar vitið ekki að sjávarútvegurinn er það eina sem getur bjargað þessari þjóð frá gjaldþroti. 15.2.2009 10:04
Hálka um land allt Á Suðurlandi er þoka á Hellisheiði og sumstaðar eru enn hálkublettir á útvegum. Flughált er á Grafningsvegi, samkvæmt Vegagerðinni. 15.2.2009 09:56
Skíðasvæðin í Hlíðarfjalli og Tindastól opin Skíðasvæðin í Hlíðarfjalli og Tindastól verða opin í dag. Í morgun var logn og hiti við frostmark í Hlíðarfjalli en skíðasvæðið verður opið frá klukkan 10 til 16 15.2.2009 09:50
Rólegt víðs vegar um landið Lögreglan á Selfossi handtók mann á fimmta tímanum í nótt grunaðan um ölvun við akstur. Þá stöðvaði lögreglan á Ísafirði mann í nótt sem talinn var aka undir áhrifum fíkniefna. 15.2.2009 09:40
Eldar kveiktir við Lækjartorg - tveir handteknir Rúmlega 100 mótmælendur komu saman á Lækjartorgi í gærkvöldi með flautur og ýmis búsáhöld til að framkalla hávaða, að sögn lögreglu. Að auki var kveikt í bálköstum. 15.2.2009 09:15
Samskipti Tyrkja og Ísraela versna Undanfarnar vikur hafa samskipti Tyrkja og Ísraela verið afar stirð eða allt eftir að Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, rauk öskureiður af ársþingi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í lok janúar eftir snörp orðaskipti við Simon Peres, forseta Ísraels. Deiluefnið var árásir Ísraela á Gaza. Erdogan var fagnað sem hetju við heimkomuna til Tyrklands. 15.2.2009 07:30
Jóhanna Guðrún sigraði í Eurovision Í kvöld varð ljóst hvaða lag verður framlag Íslands í söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Moskvu 16. maí. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sigraði með laginu Is it true eftir Óskar Pál Sveinsson. 14.2.2009 21:41
Formennska Jóns styrkti ekki Alþýðuflokkinn ,,Fyrr í vikunni ritaði ég grein í Morgunblaðið og rifjaði upp, að formennska Jóns Baldvins í Alþýðuflokknum styrkti ekki flokkinn, hann mældist með 5% fylgi, þegar hann skreið í skjól Samfylkingarinnar í kosningbandalagi árið 1999," segir Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, á heimasíðu sinni. 14.2.2009 21:00
Jón stendur ekki fyrir endurnýjun - leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda Í ljósi forsögunnar ætti Jón Baldvin að láta Jóhönnu Sigurðardóttur um að tala fyrir sig sjálfa, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún telur að standi vilji Samfylkingarinnar til þess að endurnýja forystu flokksins þá standi Jón Baldvin ekki undir því. 14.2.2009 18:40
Mótmælendum hótað Nokkuð hefur borið á hótunum í garð þeirra sem hafa staðið framarlega í mótmælum hér á landi. Í síðustu viku var ráðist á konu á fimmtugsaldri en hún hafði það eitt til saka unnið að hafa tekið þátt í mótmælaaðgerðum gegn efnhagsástandinu. Þetta staðfesti Hörður Torfason, talsmaður Radda fólksins, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Ekki er vitað hverjir standa á bak við hótanirnar. 14.2.2009 20:15
Hulda þarf að skera niður um þrjá milljarða Stjórnendur á Landsspítalanum þurfa að skera niður kostnað um tæpa þrjá milljarða á þessu ári, samkvæmt kröfum frá heilbrigðisráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að um helmingur þessa sparnaðar komi til með því að lækka launakostnað. Til greina kemur að fækka starfsfólki. Erfitt verkefni, segir Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri spítalans. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 14.2.2009 20:11
Bundnir við bryggju eins og beljur við bása Sjómennirnir á loðnuskipinu Lundey segjast vera bundnir við bryggju eins og beljur við bása meðan milljarðaverðmæti syndi framhjá þjóðarbúinu. Þeir segja ranga þéttleikastuðla Hafrannsóknastofnunar við mælingu loðnutorfa koma í veg fyrir að grænt ljós verði gefið á loðnuveiðar. 14.2.2009 19:45
Framboðsmál Framsóknarflokksins skýrast Framsóknarmenn héldu aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim voru teknar ákvarðanir um hvernig staðið verður að vali á framboðslista flokksins vegna þingkosninganna í vor. Póstkosning verður í tveimur kjördæmum og prófkjör í öðru. 14.2.2009 20:37
Jón Baldvin segir Davíð minna á Hitler í byrginu Jón Baldvin Hannibalsson varpaði pólitískri sprengju í dag þegar hann krafðist þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir axlaði pólitíska ábyrgð og viki sem formaður Samfylkingarinnar. Hann kvaðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við en ef gera ætti systralag til að hylma yfir ábyrgð væri hann tilbúinn að gefa kost á sér til forystu. 14.2.2009 18:51
Einn með allar tölurnar réttar Það var heppinn áskrifandi sem var með allar aðaltölurnar réttar í Lottóinu í kvöld og hlaut hann 9.758.130 krónur í vinning. Þrír skiptu bónuspottinum á milli sín og fékk hver 77.460 krónur í sinn hlut. 14.2.2009 19:52
Reynslulítill Framsóknarflokkur Nú þegar Valgerður Sverrisdóttir hefur tilkynnt að hún ætli að hætta í stjórnmálum stendur eftir reynslulítill þingflokkur að Siv Friðleifsdóttur undanskilinni, að mati Ástu Möller þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hún bendir á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sé ungur, með engan bakgrunn í stjórnmálum og hafi gengið í flokkinn skömmu fyrir formannskjörið. 14.2.2009 19:48
Framhjól lét undan í lendingu Betur fór en á horfðist þegar AVRO-146 flugvél breska flugfélagsins British Airways hlekktist á í lendingu á London City flugvellinum í gær. Framhjól flugvélarinnar lét undan í lendingu með þeim afleiðingum að vélin skall á flugbrautina. 14.2.2009 19:30
Fengu að snúa til baka eftir skógareldanna Íbúar bæjarins Marysville í Ástralíu fengu í dag að snúa aftur eftir eina verstu skógarelda á svæðinu í manna minnum. Bærinn varð illa úti í eldunum og er nánast í rúst. 14.2.2009 19:02
Vongóður um áhrif björgunarpakkans Barack Obama, Bandaríkjaforseti, er vongóður um að björgunarpakki upp á tæpa 790 milljarða dollara, sem Bandaríkjaþing samþykkti í gær, muni blása nýju lífi í bandarískan efnhag. 14.2.2009 18:45
Jóhanna undrast ummæli Jóns - styður Ingibjörgu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, undrast ummæli sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, lét falla á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur fyrr í dag. 14.2.2009 18:08
Erindreki Obama fundaði með Karzai Richard Holbrooke, erindreki ríkisstjórnar Baracks Obama í Afghanistan og Pakistan, fundaði í dag með Hamid Karzai, forseta Afhganistans. Þeir ræddu um stöðu mála í landinu og framtíðarsýn Karzai. Bæði Obama og Hillary Clinton, utanríkisráðherra, hafa gagnrýnt forsetann og látið opinberlega í ljós óánægju sína með hann. 14.2.2009 17:39
Ómar boðaði fagnaðarerindið á Klörubar Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, reifaði skoðanir sínar á þjóðmálunum og þá sér í lagi til náttúruverndar á fjölmennum fundi á Klörubar á Kanaraí fyrr í dag. Á annað hundrað manns komu saman til að hlýða á Ómar og beindu fjölmargir spurningum til hans, þar á meðal varðandi atvinnumál og álversuppbyggingu. 14.2.2009 17:07
Birna vill forystusæti hjá Sjálfstæðisflokknum Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og varaþingmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram í 1. – 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar í vor. Hún segir Sjálfstæðisflokkinn líkt og aðra flokka verða að axla ábyrgð á núverandi stöðu efnhagsmála þjóðarinnar. 14.2.2009 16:54
Nokkur hundruð á Austurvelli Nokkur hundruð manns komu saman á 19. mótmælafundi Radda fólksins á Austurvelli fyrr í dag. Elísabet Jónsdóttir ellilífeyrisþegi og Ágúst Guðmundsson leikstjóri ávörpuðu fundinn. Fundurinn fór friðsamlega fram og þurfti lögregla ekki að hafa afskipti af fundargestum. 14.2.2009 16:53
Þátttaka á mörkum þess að vera fullnægjandi Nýjar upplýsingar úr miðlægum bólusetningagrunni benda til þess að þátttaka í bólusetningu virðist vera á mörkum þess að vera fullnægjandi. Þetta kemur fram á vef Landlæknisembættisins. Þar kemur fram að bólusetning gegn mislingum, rauðum höndum og hettusótt skipti sköpum. 14.2.2009 16:42
Ísraelar útliloka vopnhlé nema Shalit verði sleppt Ráðamenn í Ísrael hafa ekki hug á að semja um vopnahlé við Hamassamtökin nema ísraelska hermanninum Gilad Shalit verði sleppt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ehud Olmert, fráfarandi forsætisráðherra Ísraels. Að undanförnu hefur verið unnið að samkomulagi um 18 mánaða vopnahlé á svæðinu. 14.2.2009 16:24
Rændi apótekið í Austurveri með sprautunál Kona vopnuð hnífi og sprautunál ógnaði starfsfólki í Lyf og heilsu í Austurveri við Háaleitsbraut á fjóra tímanum í dag. Hún komst undan með eitthvað af lyfum, að sögn lögreglu sem barst tilkynning um ránið klukkan 15:24. Lögregla handtók skömmu síðar fólk sem talið er tengjast málinu. 14.2.2009 15:59
Kynnir breytingar á niðurgreiðslu á lyfjum og lyfjakostnaði Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hyggst kynna á morgun tillögur sem fela í sér umtalsverðar breytingar á niðurgreiðslu lyfja, lyfjakostnaði barna og atvinnulausra. Þetta mun ráðherrann gera á fundi með blaðamönnum, að fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. 14.2.2009 15:06
Jóhanna taki við af Ingibjörgu - útilokar ekki framboð til formanns Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að víkja sem formaður Samfylkingarinnar og kveðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við. Ef Ingibjörg víki ekki fyrir Jóhönnu kveðst Jón Baldvin reiðubúinn að bjóða sig fram sjálfur til forystu í flokknum. Þetta kom fram á fundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingarfélag, hélt í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu í dag. 14.2.2009 14:57
Framsóknarmenn halda prófkjör í Kraganum 7. mars Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi sem haldið var í dag var ákveðið að halda prófkjör þann 7. mars þar sem kosið verður í fimm efstu sætin á lista framsóknarmanna í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Flokkurinn fékk einn mann kjörin í kosningunum vorið 2007. 14.2.2009 14:49
Vilja landsbyggðarkonur á þing ,,Engin kona er þingmaður Samfylkingarinnar fyrir landsbyggðarkjördæmin þrjú. Þetta er staðreynd þrátt fyrir margyfirlýsta jafnréttisstefnu Samfylkingarinnar um að baráttan fyrir jafnrétti og kvenfrelsi sé órjúfanlegur hluti jafnaðarstefnunnar," segir í ályktun Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. 14.2.2009 14:40
Jafnréttisverðlaun KSÍ veitt í fyrsta sinn Jafnréttisverðlaun Knattspyrnusambands Íslands voru veitt í fyrsta sinn í dag. 63. ársþing sambandsins fer fram um helgina. Tveir aðilar hlutu viðurkenninguna. Knattspyrnudeild ÍR fyrir verkefnið ,,Innan vallar sem utan" og Víðir Sigurðsson fyrir skrásetningu um sögu íslenskrar knattspyrnu. 14.2.2009 14:04
Frambjóðendur í Norðvesturkjördæmi valdir með póstkosningu Á aukakjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi sem haldið er í dag að Reykjum í Hrútafirði var samþykkt tillaga þess efnis að val í fjögur efstu sætin á framboðslista framsóknarmanna í kjördæminu vegna kosninga til Alþingis í vork skyldi fara fram með póstkosningu allra félagsmanna í kjördæminu. 14.2.2009 13:46
Góð þátttaka á Vetrarhátíð Safnanótt tókst með eindæmum vel og þátttaka hefur sennilega aldrei verið jafnmikil og lagði mikinn fjölda fólks leið sína á söfn borgarinnar og á sýningar og viðburði gærkvöldsins, samkvæmt Skúla Gautasyni hjá Höfuðborgarstofu. 14.2.2009 13:39
Þjóðverjar hvetja til aðgerða gegn kreppunni Þjóðverjar hvetja nú stærstu iðnríki heims til að grípa strax til aðgerða gegn efnahagskreppunni. Fjármálaráðherra sjö helstu iðnríkja heims funda nú í Róm á Ítalíu. 14.2.2009 13:27
Sjálfstæðisflokkurinn þarf tilfinningalegt svigrúm ,,Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í 18 ár og eðlilegt að hann þurfi tilfinningalegt svigrúm til að fóta sig í þeirri framandi stöðu," segir Skúla Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, í pistli á heimasíðu flokksins. 14.2.2009 13:21
Tíu greindust með HIV-smit í fyrra Á árinu 2008 greindust tíu manns með HIV-smit á Íslandi, sjö karlar og þrjár konur. Enginn greindist með alnæmi, lokastig sjúkdómsins. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum á vef Landlæknisembættisins. 14.2.2009 13:15
Ósamið um áframhaldandi samstarf VG og Samfylkingar Össur Skarphéðinsson, utanríkis- og iðnaðarráðherra, segir að forystumenn Vinstri grænna og Samfylkingar hafi ekki rætt áframhaldandi samstarf eftir kosningarnar í vor. Aftur á móti segir hann málið verði væntanlega rætt og kannað þegar nær dregur kosningum. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Þar er fullyrt að áhrifamenn í VG lýsi yfir áhuga á áframhaldandi samstarfi ríkisstjórnarflokkanna eftir kosningar. Sumir hafa jafnvel haft á orði að flokkarnir ættu að mynda kosningabandalag svo kjósendur vissu að hverju þeir gengju. 14.2.2009 13:06
Valgerður hættir í stjórnmálum Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, sem haldið er í Mývatnssveit í dag, lýsti Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, því yfir að hún gæfi ekki kost á sér á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar í vor. ,,Lýk ég þar með störfum á vettvangi stjórnmálanna," segir Valgerður á vefsíðu sinni. 14.2.2009 12:41
Guðni gefur kost á sér fyrir Framsókn Guðni Ragnarsson, búfræðingur og kúabóndi á Guðnastöðum, hefur ákveðið að kefa kost á mér í 4. sæti á lista framsóknarmanna í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. 14.2.2009 12:22
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent