Innlent

Þátttaka á mörkum þess að vera fullnægjandi

Matthías Halldórsson, landlæknir.
Matthías Halldórsson, landlæknir.

Nýjar upplýsingar úr miðlægum bólusetningagrunni benda til þess að þátttaka í bólusetningu virðist vera á mörkum þess að vera fullnægjandi. Þetta kemur fram á vef Landlæknisembættisins. Þar kemur fram að bólusetning gegn mislingum, rauðum höndum og hettusótt skipti sköpum.

Einn greinst með hettusótt á árinu

Í janúar á þessu ári greindist einn sjúklingur hér á landi með hettusótt. Hann var óbólusettur og nýkominn frá Bretlandi þar sem hópsýkingar af völdum hettusóttar hafa greinst í óbólusettum einstaklingum. Þá hafa hópsýkingar af völdum mislinga verið að greinast hjá óbólusettum einstaklingum í Sviss, Bretlandi, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. ,,Góð þátttaka í bólusetningu gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum hér á landi er því afar mikilvæg svo hægt sé að bægja þessum sjúkdómum frá endaeru þetta hættulegir sjúkdómar," segir á vef Landlæknisembættisins.

Miðlægur bólusetningagrunnur

Frá 2003 hefur verið unnið að því á vegum sóttvarnalæknis að koma á laggirnar gagnagrunni með upplýsingum um allar bólusetningar á Íslandi, en til þessa hafa þessar upplýsingar aðeins verið aðgengilegar á þeim stöðum sem bólusett var. Sem stendur hefur verið safnað í grunninn upplýsingum um 530 þúsund bólusetningar á Íslandi. Í ljós kemur að hér á landi er þátttaka í bólusetningum almennt mjög góð á fyrstu tveimur árunum nema hvað varðar bólusetningu gegn hettusótt.

Brýnt að auka þátttöku barna

,,Þessar upplýsingar eru mikið áhyggjuefni því að með svo lítilli þátttöku má búast við faröldrum hér á landi af völdum hettu sóttar, mislinga eða rauðra hunda."

Brýnt verkefni er því að auka þátttöku barna í bólusetningu svo að koma megi í veg fyrir að alvarlegar sýkingar eins og mislingar blossi upp hér á landi, að mati embættisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×