Innlent

Jafnréttisverðlaun KSÍ veitt í fyrsta sinn

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Jafnréttisverðlaun Knattspyrnusambands Íslands voru veitt í fyrsta sinn í dag. 63. ársþing sambandsins fer fram um helgina. Tveir aðilar hlutu viðurkenninguna. Knattspyrnudeild ÍR fyrir verkefnið ,,Innan vallar sem utan" og Víðir Sigurðsson fyrir skrásetningu um sögu íslenskrar knattspyrnu.

,,Knattspyrnudeild ÍR hefur lagt mikinn metnað í það að ná til innflytjenda og létu gera rannsókn á þátttöku innflytjenda í íþróttum. Þess má geta að hægt er að nálgast almennar upplýsingar á heimasíðu ÍR á sex tungumálum.

Víðir Sigurðsson, blaðamaður, hefur verið fremstur í flokki í skrásetningu íslenskrar knattspyrnu í mörg ár. Hann hefur jafnan lagt áherslu á að skrifa jafnt og konur og karla á öllum aldri," segir á vef KSÍ

Það var Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sem afhenti viðurkenninguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×