Innlent

Gagnrýna forystu Frjálslynda flokksins harðlega

Guðrún María og Ásgerður Jóna.
Guðrún María og Ásgerður Jóna.

,,Það virðist sem forysta flokksins skorti áhuga á að stækka flokkinn, efla innra starf flokksins og hleypa nýju fólki að," segja Guðrún María Óskarsdóttir og Ásgerður Jóna Flosadóttir um forystu Frjálslynda flokksins í opnu bréfi til Guðjóns Arnars Kristjánssonar, formanns flokksins. Þær hafa gefið kost á sér sem formaður og varaformaður flokksins á komandi landsþingi.

Frjálslyndi flokkurinn hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin misseri, að mati Guðrúnar og Ásgerðar. Flokkurinn njóti lítils fylgi í könnunum þrátt fyrir að hafa fengið tvo þingmenn kjörna í kosningunum 1999 og 2003 og fjóra í kosningunum vorið 2007.

Flúið til fjalla með landsþingið

Þær segja forystu flokksins hafa ákveðið að flýja til fjalla með þingið eftir að þær lýstu yfir framboði. Landsþingið fer fram í Stykkishólmi dagana 13. og 14. mars.

,,Það þarf ekki flokksmenn til að sjá að hér er verið að hindra endurnýjun á forystu flokksins. Landsþing í Stykkishólmi á kosningaári, þýðir minni aðsókn, og minni athygli. Allt virðist helst miðast við að engin endurnýjun verði og sömu menn haldi um valdataumana í flokknum, hvað sem það kostar."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×