Innlent

Góð þátttaka á Vetrarhátíð

Norðlendingar komu í heimsókn í Höfuðborgarstofu og kynntu norðlenskan mat og spennandi möguleika í ferðaþjónustu.
Norðlendingar komu í heimsókn í Höfuðborgarstofu og kynntu norðlenskan mat og spennandi möguleika í ferðaþjónustu.
Safnanótt tókst með eindæmum vel og þátttaka hefur sennilega aldrei verið jafnmikil og lagði mikinn fjölda fólks leið sína á söfn borgarinnar og á sýningar og viðburði gærkvöldsins, samkvæmt Skúla Gautasyni hjá Höfuðborgarstofu.

Fullt var út úr dyrum á tónleikum Voces Thules í Iðnó, í Fríkirkjunni kom Sextett Ólafs Gauks fram eftir langt hlé og sýndi að þeir hafa engu gleymt, Kirkjan var troðfull. Það var staðið í öllum göngum og sungið með í öllum lögum. Í Norræna húsinu þurfti fjöldi fólks frá að hverfa og sömu sögu er að segja úr Ásmundarsafni, þar lék hljómsveitin Amiina sér með skemmtilegt hljóðrými safnsins.

Í Listasafni Reykjavíkur kom mikill fjöldi fólks og fylgdist með dansgjörningum Kramhússins en hvarf þess á milli inn í annan tíma með því að leggast á sólstóla og horfa upp í Sumarhimin Óskars Ericssonar.

Það var mikil þátttaka í Safnanæturleiknum, enda sérlega veglegur vinningur í boði.



Dagskrá Vetrarhátíðar heldur áfram


Í dag heldur dagskrá Vetrarhátíðar áfram. Á Heimsdegi barna í Gerðubergi verða fjölbreyttar smiðjur, Söngskólinn er með tónleika allan eftirmiðdaginn, Lúðrasveit verkalýðsins heldur barnatónleika í Íslensku óperunni og á Kærleikunum æfum við okkur í væntumþykju og hlýjum hugsunum. Þeir hefjast klukkan 18 á Austurvelli. Lokaatriði Vetrarhátíðar verða svo tónleikar grænlensku hljómsveitarinnar Liima inui í Norræna húsinu upp úr klukkan 22.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×