Innlent

Rólegt víðs vegar um landið

Lögreglan á Selfossi handtók mann á fimmta tímanum í nótt grunaðan um ölvun við akstur. Þá stöðvaði lögreglan á Ísafirði mann í nótt sem talinn var aka undir áhrifum fíkniefna.

Að öðru leyti virðist nóttin víðast hvar hafa verið tíðindalítil. Mikið af fólki kom saman í miðbæ Akureyrar og fór skemmtanahald vel fram, að sögn lögreglu. Sama var uppi á teningnum á Húsavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×