Erlent

Áhrif loftslagsbreytinga verri en áður var talið

Dr. Chris Field, sérfræðingur í loftslagsmálum.
Dr. Chris Field, sérfræðingur í loftslagsmálum.
Loftlagsbreytingar á næstu 100 árum verða meiri og á áhrifin verri en hingað til hefur verið talið að mati vísindamannsins Chris Field, sérfræðings í loftlagsmálum. Þetta kom fram í máli hans á ráðstefnu um loftlagsbreytingar í Bandaríkjunum um helgina.

Field segir að hitastig eigi eftir að hækka hraðar og verða meira en núverandi spár gera ráð fyrir. Meðal annars vegna vaxandi mengunar frá löndum eins og Kína og Indlandi. Field spáir því að ís muni bráðna hraðar á heimskautasvæðunum og tíðni skógarelda í heiminum eigi eftir að aukast á næstu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×