Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn þarf tilfinningalegt svigrúm

Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
,,Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarandstöðu í fyrsta sinn í 18 ár og eðlilegt að hann þurfi tilfinningalegt svigrúm til að fóta sig í þeirri framandi stöðu," segir Skúla Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, í pistli á heimasíðu flokksins.

Skúli segir fyrstu skref Sjálfstæðisflokksins í hlutverkinu benda þó ekki til þess að flokkurinn telji neina sérstaka þörf á því að taka sjálfan sig í gegn eftir það sem á undan er gengið. Hann segir að flokkurinn hafi brugðist við kröfu almennings um tiltekt í stjórnkerfinu í þeim tilgangi að endurvinna traust.

Sjálfstæðisflokkurnn bregst nú ókvæða við aðgerðum sem miða að því að setja nýja stjórnendur til verka í þeim tilgangi að hefja vandasamt endurreisnarstarf í sátt við þjóðina, að mati framkvæmdastjórans.

,,Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að krafan um mannabreytingar í lykilstöðum er ekki af pólitískum rótum runnin, hún snýst um það að trúnaður brast milli þjóðar og stjórnvalda í kjölfar hamfara af manna völdum og við þær aðstæður er ekki hægt að skapa þjóðarsamstöðu um nauðsynlegar aðgerðir til að rétta hlut heimila og fyrirtækja í landinu."

Pistil Skúla er hægt að lesa hér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×