Innlent

Fjölmiðlar unnu fyrir eigendur sína

Sturla Böðvarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forseti Alþingis.
Sturla Böðvarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forseti Alþingis.

Sturla Böðvarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum forseti Alþingis, fullyrðir að eigendur fjölmiðla hafi stjórnað þeim og komið í veg fyrir óþægilega umfjöllun. Hann segir að svo virðist sem að fjölmiðlar hafi verið notaðir til að dreifa yfir margt af því sem átti sér stað í bönkunum.

,,Þið sem hafið stjórnað fjömiðlunum, á mála hjá eigendunum, hafið náttúrulega algjörlega farið út af sporinu og ekki sinnt ykkar eftirlitshlutverki," sagði Sturla í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í morgun. Þar var hann gestur ásamt Ellerti Schram, þingmanni Samfylkingarinnar.

Fjölmiðlamenn valsa um í þágu eigenda

Sturla sagði ábyrgð fjölmiðla vera mikla. ,,Þið talið alltaf eins og það séu bara stjórnmálamenn og vondir einstaklingar úr þeim hópi sem beri ábyrgð á öllu en þið valsið um í þágu eigenda fjölmiðla og virðist bera ábyrgð á þessu."

Sturla sagði að málið væri mjög alvarlegt. Sérstaklega þegar litið væri til þess að öllum spjótum væri nú beint að stjórnmálamönnum í stað þeim sem bæru raunverulega ábyrgð. ,, Þá þögðu fjölmiðlar þunnu hljóði og létu allt yfir sig ganga því þeir voru meira og minna á málum hjá þessum sömu mönnum."

Allir dönsuðu með

Ellert sagði allir hafi dansað með. Ekki bara stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn heldur öll þjóðin. ,,Þeir sem bera ábyrgðina hvað sem líður öllum fjölmiðlum eru náttúrulega þeir sem valdir eru til forystu. Í ríkisstjórn, á Alþingi, í Fjármálaeftirlitinu og í Seðlabankanum."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×