Erlent

Erindreki Obama fundaði með Karzai

Richard Holbrooke og Hamid Karzai funduðu í forsetahöllinni í Kabúl í dag.
Richard Holbrooke og Hamid Karzai funduðu í forsetahöllinni í Kabúl í dag. MYND/AP

Richard Holbrooke, erindreki ríkisstjórnar Baracks Obama í Afghanistan og Pakistan, fundaði í dag með Hamid Karzai, forseta Afhganistans. Þeir ræddu um stöðu mála í landinu og framtíðarsýn Karzai. Bæði Obama og Hillary Clinton, utanríkisráðherra, hafa gagnrýnt forsetann og látið opinberlega í ljós óánægju sína með hann.

Talibanar og héraðshöfðingjar hafa undanfarin ár styrkt stöðu sína verulega í Afganistan. Obama hefur hug á að fjölga í herliði Bandaríkjanna í landinu um allt að 30 þúsund hermenn.

Sjálfur viðurkennir Karzai að samskiptin við Bandaríkin séu ekki góð. Ólíkt því sem áður var þegar George Bush var forseti Bandaríkjanna.

Holbrooke heimsótti nýverið ráðamenn í Pakistan. Hann hefur hug á að koma við í Indlandi áður en hann heldur til Washington á nýjan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×