Innlent

Tíu greindust með HIV-smit í fyrra

Haraldur Briem, sóttvarnalæknir.
Haraldur Briem, sóttvarnalæknir.
Á árinu 2008 greindust tíu manns með HIV-smit á Íslandi, sjö karlar og þrjár konur. Enginn greindist með alnæmi, lokastig sjúkdómsins. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum á vef Landlæknisembættisins.

Miðað við árslok 2008 hafa 218 einstaklingar greinst með HIV-smit frá því faraldurinn barst til landsins, þar af 60 með alnæmi og 37 hafa látist af völdum sjúkdómsins

 

Einungis einn þeirra sem greindust með sýkingu á árinu 2008 var

Íslendingur, aðrir voru dvalarleyfisumsækjendur.

Þróun undanfarinna ára á hlutfallslegum fjölda eftir smitleiðum og áhættuhegðun heldur áfram. Gagnkynhneigðum fjölgar hlutfallslega mest. Tiltölulega margir fíkniefnaneytendur greindust árið 2007 en engir greindust á árinu 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×