Fleiri fréttir

Björgvin fær ekki að hætta

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands ræðir nú við fjölmiðlamenn á Bessastöðum en nú er nýlokið fundi hans og Geirs H. Haarde. Í máli hans kom meðal annars fram að hann hefur beðið alla ráðherra ríkisstjórnarinnar að gegna embættum sínum áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið myndið.

Árni Páll: Sjálfstæðisflokkur eins og bandalag skæruliðahópa

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, fór hörðum orðum um fyrrverandi samstarfsflokk Samfylkingarinnar í ríkisstjórn í viðtali á RÚV. Þar sagði hann meðal annars að það hafi verið eins og að eiga við bandalag skæruliðahópa en ekki stjórnmálaflokk síðustu daga og vikur.

Sigmundur enn inni - Frjálslyndir mættir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins er enn á fundi með forseta Íslands á Bessastöðum. Sigmundur gekk á fund Ólafs um 25 mínútur yfir átta í kvöld. Það vekur athygli að Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins er einnig mættur á Bessastaði en Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður flokksins er með í för.

Sjálfstæðisflokkurinn er í gíslingu Davíðs Oddssonar

Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé í gíslingu Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Hann segir út í hött að Samfylkingin sé í tætlum. Hann vonast til þess að Samfylking og Vinstri grænir nái að mynda ríkisstjórn með stuðningi Framsóknar.

Steingrímur fundar með forseta

Steingrímur J. Sigfússon mætti á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands á Bessastöðum klukkan 19:00 í kvöld. Hann er enn inni á fundi og má reikna með því að hann komi þaðan út innan skamms.

Útilokar þjóðstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var að koma af fundi með forseta Íslands á Bessastöðum. Eftir fundinn ræddi hún við fréttamenn og sagðist hafa greint forseta frá því sem gerst hafi í gær og í dag. Í máli hennar kom fram að hún útilokar þjóðstjórn með forystu Sjálfstæðisflokksins.

Ingibjörg Sólrún mætt á Bessastaði

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingar er nú mætt á fund á forseta Íslands á Bessastöðum. Forsetinn ræddi í tæpa klukkustund við Geir H. Haarde forsætisráðherra fyrr í dag.

Ætlar ekki að rjúfa þing

Geir H. Haarde sagði að fundi loknum með forseta Íslands á Bessastöðum að málin væru nú í höndum forseta sem færi með verkstjórn í þessu máli. Geir sagði einnig að ekki væri heppilegt að rjúfa þing.

Jóhanna yrði fyrsti kvenforsætisráðherrann

Fari svo að Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, leiði ríkisstjórn í minnihlutasamstarfi við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð verður hún fyrst íslenskra kvenna til að gegna starfi forsætisráðherra.

Fagna við þinghúsið

Boðað hefur verið til fagnaðar við Austurvöll nú þegar ljóst er að ríkisstjórnin er fallin. Nokkuð fámennur hópur er þegar mættur fyrir utan þinghúsið en sent var út fagnaðarboð á samskiptavefnum Facebook fyrr í dag.

Ramses með fyrirlestur á Akureyri

Keníamaðurinn Paul Ramses mun halda fyrirlestur á svokölluðu Félagsvísindatorgi við Háskólann á Akureyri á miðvikudaginn klukkan 12:00. Það er Kumpáni, nemendafélag Félagsvísinda- og lagadeildar, sem hefur fengið Paul Ramses til að halda fyrirlesturinn.

Vill forsætisráðherra utan þings

Það kemur vel til greina að maður utan þings taki að sér að leiða þjóðstjórn, segir Jón Magnússon, formaður þingflokks Frjálslynda flokksins.

Hefðu betur hlustað á stjórnarandstöðuna í október

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði betur tekið tilboði stjórnarandstöðunnar um þjóðstjórn í október. Hann sagði vert að velta því fyrir sér hvort hlutum væri ekki betur fyrir komið í dag ef því tilboði hefði verið tekið.

Kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins

Teymi segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að skipa nýja fulltrúa félagsins í stjórn Tals óviðunandi og henni verði áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins gæti leitt það af sér að félagið hefði engin völd í stjórn Tals þrátt fyrir að eiga 51% hlut í félaginu.

Mismunandi sýn á ástæður stjórnarslitanna

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir það ekki alveg réttilega með farið þegar Geir Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segi að ástæða stjórnarslita sé krafa Samfylkingarinnar um að taka við forsætisráðuneytinu.

Formaður Samfylkingarinnar varð undir

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir í pistli á heimasíðu sinni að í miðjum björgunarleiðangrinum hafi Samfylkingin nú sóað nokkrum dögum í pólitíska kreppu í stað þess að reyna að vinna okkur útúr efnahagskreppunni.

Fulltrúum Teymis vikið úr stjórn Tals

Með bráðabirgðaákvörðun í dag hefur Samkeppniseftirlitið mælt fyrir um að fulltrúar Teymis hf. í stjórn IP-fjarskipta hf. (Tali) víki og í stað þeirra skuli skipaðir tveir óháðir einstaklingar sem tilnefndir verða af Samkeppniseftirlitinu.

Hittast klukkan 16:00 í dag

Forsætisráðherra Geir H. Haarde mun ganga á fund forseta Íslands á Bessastöðum í dag, mánudaginn 26. janúar kl. 16:00. Að loknum fundi forseta og forsætisráðherra mun forseti Íslands ræða við fréttamenn.

Mikið fjallað um stjórnarslitin í erlendum fjölmiðlum

Allir helstu fjölmiðlar Norðurlandanna fjalla um stjórnarslitin á Íslandi á vefsíðum sínum þessa stundina sem og fjölmiðlar víða í Evrópu. Það sem er sameiginlegur þráður í umfjölluninni er að fjármálakreppan hafi fellt ríkisstjórn Íslands.

Vildi Jóhönnu Sigurðardóttur í forsætisráðherraembættið

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, gerði Sjálfstæðisflokknum það tilboð að Jóhanna Sigurðardóttir yrði forsætisráðherra í stað Geirs Haarde. Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því, eftir því sem Ingibjörg sagði í samtali við fréttamenn rétt í þessu. Enn kemur til greina af hálfu Samfylkingarinnar að Jóhanna verði forsætisráðherra í þjóðstjórn.

Þjóðstjórn ólíkleg

Þjóðstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokks er hæpin að mati Einars Mar Þórðarsonar stjórnmálafræðings.

Stjórnarsamstarfinu slitið

Stjórnarsamstarfinu er lokið. Þetta er niðurstaða formanna stjórnarflokkanna, sagði Geir Haarde, formaður Sjálfstæðisflokkins, á samstarfi.

Geir og Ingibjörg Sólrún ræða stöðuna

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar og Geir H. Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins sitja nú saman og ræða niðurstöðu þingflokksfundanna. Búist er við því að framtíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar ráðist á þeim fundi.

Sigmundur beðinn um staðfestingu á tilboði framsóknarmanna

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur verið í samtölum við Samfylkingarmenn að undanförnu og hann beðinn um staðfestingu á því að Framsóknarflokkurinn standi ennþá við tilboð sitt um að verja minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna falli.

Enn fundað í Alþingishúsinu

Enn funda þingflokkar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar í Alþingishúsinu. Hópur fréttamanna er þar saman kominn og bíður eftir upplýsingum frá fulltrúum flokkanna eftir fundina. Óljósar upplýsingar hafa fengist um það hvenær fundunum lýkur en ljóst að það mun ekki verða fyrir hádegi.

Hávær en fámenn mótmæli á Austurvelli

Fámenn en hávær mótmæli eru nú fyrir utan alþingishúsið. Um tuttugu manns eru samankomin á Austurvelli og berja búsáhöld. Þá heyrist duglega í Sturlu Jónssyni vörubílstjóra sem er á svæðinu með flautur sínar. Mótmælin hafa verið með öllu friðsamleg, en einn viðstadda hafði þó orð á því að það hrykki allur bærinn í kút þegar Sturla þeytti flauturnar.

Fjögur umferðaróhöpp á Vestfjörðum

Fjögur umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í vikunni sem leið. Flutningabíll valt sunnan við Hólmavík um hádegisbil þann 20. janúar en ekki urðu slys á fólki. Þá fór fólksbíll út af veginum á Kirkjubólshlíð aðfararnótt 20. janúar og hafnaði niður í fjöru.

Strætó fækkar ferðum

Strætó bs. mun fækka ferðum frá 1. febrúar vegna erfiðari rekstraraðstæðna í kjölfar bankahrunsins. Helstu breytingarnar eru að allar helstu leiðir, að leiðum 1 og 6 undanskildum, munu aka á hálftíma fresti utan annatíma virka daga og leiðir 21, 22, 33, 34, 35 og 36 á

Samkomulag um minnihlutastjórn

Náðst hefur samkomulag um að mynda minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna sem Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn munu verja vantrausti.

Hádegisfréttum sjónvarpað

Hádegisfréttir verða í beinni útsendingu á Stöð 2, Bylgjunni og á Vísi í dag. Þingflokkar stjórnarflokkanna hittast á fundum núna klukkan tíu og búist er við því að eftir það ráðist framtíð ríkisstjórnarinnar endanlega.

Bretar íhuga þriggja daga vinnuviku

Bresk framleiðslufyrirtæki sjá nú fram á að stytta vinnuvikuna um tvo daga vegna mikils samdráttar í efnahagslífi landsins. Breska blaðið Independent greinir frá þessu og segir mörg fyrirtæki í bílaiðnaði til dæmis stefna að þessari breytingu.

Sænsk lögregla skaut mann til bana

Lögreglan í Trelleborg í Svíþjóð skaut tæplega sextugan mann til bana á heimili hans í nótt þegar hann réðst gegn tveimur lögregluþjónum með hníf á lofti.

Gaf sjö manns líffæri sín

Ungur breskur lögfræðingur, sem lést í umferðarslysi fyrir hálfum mánuði, hefur eftir andlát sitt bjargað lífi sjö manns sem ýmis líffæri hennar voru grædd í.

Tveir handteknir vegna hnífstungu í London

Tveir unglingspiltar, 16 og 17 ára gamlir, voru handteknir í London í morgun, grunaðir um að hafa orðið þeim þriðja, 15 ára gömlum, að bana með hnífstungu laust fyrir miðnætti á laugardagskvöldið.

Fækkar mjög í rjúpnagöngum

Aðeins um helmingur félaga í Skotveiðifélagi Íslands gekk til rjúpna síðastliðið haust, en fyrir fjórum árum gengu um 70 prósent félagsmanna til rjúpna.

Innbrot í malbikunarstöð

Brotist var inn í malbikunarstöð í Hafnarfirði í nótt, en ekki er ljóst eftir hverju þjófarnir voru að slægjast þar. Þeir eru ófundnir. Sömuleiðis leitar lögregla þjófa sem brutust inn í Olís-sjoppuna í Grundarhverfi í Reykjavík undir morgun. Ekki er enn vitað hverju þeir stálu.

Stórreykingamenn brutust inn í sjoppu

Brotist var inn í Aðalsjoppuna við Tjarnargötu í Vogunum á Reykjanesi um eittleytið í nótt og þaðan stolið 20 kartonum af Winston-sígarettum, að andvirði um 170 þúsund krónur.

Fimm handteknir í seðlabankamótmælum

Fimm menn voru handteknir eftir að hafa klifrað upp á þak Seðlabankans um tvöleytið í nótt og skemmt þar eftirlitsmyndavél. Þeim var sleppt að yfirheyrslum loknum.

Sjá næstu 50 fréttir