Jón Sigurðsson óskaði formlega eftir að láta af starfi sem varaformaður Seðlabanka Íslands í gær. Jón hætti í gær sem formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, eftir að Björgvin G. Sigurðsson, fráfarandi viðskiptaráðherra, fór fram á það. Ekki náðist í Jón við vinnslu fréttarinnar.- kóp
