Erlent

Búist við árás á sendiráðið í Jemen

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Sendiráð Bandaríkjanna í Jemen hefur gefið út viðvörun til bandarískra ríkisborgara sem staddir eru í landinu vegna hugsanlegrar yfirvofandi árásar á sendiráðið.

Segir í viðvöruninni að sendiráðinu hafi borist hótun um að ráðist verði á það innan tíðar. Líklegt er að herskáir múslimar, tengdir al-Kaída-samtökunum, standi að baki hótuninni. Bandaríska sendiráðið er staðsett í jemensku höfuðborginni Sanaa og var síðast gerð árás á það í september. Þá fórust tíu jemenskir lögreglumenn og borgarar.

Árið 2000 gerðu íslamskir öfgasinnar sprengjuárás á bandaríska herskipið Cole sem lá við festar í Aden-höfn með þeim afleiðingum að 17 sjóliðar létust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×