Ráðherrum fækkar 27. janúar 2009 12:00 Líklegt er að ráðherraembætti muni skiptast jafnt á milli Samfylkingar og Vinstri grænna í nýrri ríkisstjórn og að ráðherrum verði fækkað úr tólf í átta. Engar formlegar viðræður á milli oddvita Samfylkingar og Vinstri grænna hafa farið fram og því liggur skipting ráðherraembætta - verði af ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna - ekki enn fyrir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa Vinstri græn hins vegar lagt fram hugmyndir um að ráðherrum verði fækkað úr því að vera 12, sem þeir eru nú, í 7 eða 8. Einnig er lagt til að skipting ráðherraembætta verði jöfn milli flokkanna. Í stórum dráttum héldi Samfylkingin þeim ráðuneytum sem hún hefur veitt forstöðu í fráfarandi ríkisstjórn, en einhverjar breytingar yrðu þó gerðar. Skipting ráðuneyta á milli flokka er jafnan ákveðin á síðustu stundu og liggur því ekki fyrir, en samkvæmt heimildum fréttastofu gæti listinn litið einhvern veginn svona út. Jóhanna Sigurðardóttir yrði forsætisráðherra, en um það mun vera sátt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yrði áfram formlega utanríkisráðherra, en fara í leyfi og myndi Össur Skarphéðinsson taka að sér verkefni ráðuneytisins í hennar fjarveru. Össur myndi jafnframt verða nokkurs konar atvinnumálaráðherra og undir hann myndu heyra iðnaðar-, viðskipta-, landbúnaðar-, og sjávarútvegsráðuneytin. Þó er nokkuð óljóst með viðskiptaráðuneytið, en hugmyndir eru um að það verði gert öflugra en það er nú. Í embætti dómsmálaráðherra myndi veljast Lúðvík Bergvinsson. Vinstri grænir fengju fjármálaráðuneytið og myndi Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, verða fjármálaráðherra, Ögmundur Jónasson er talinn líklegur til að verða ráðherra í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti, Katrín Jakobsdóttir er sögð koma til greina sem menntamálráðherra og Kolbrún Halldórsdóttir myndi fara í umhverfisráðneytið. Samkvæmt heimildum fréttstofu vilja Vinstri grænir að kosningum verði flýtt eins og hægt er og stinga upp á því að efnt verði til þeirra 4. eða 18. apríl, enda eru liðsmenn flokksins á því að engin ástæða sé til að gefa Sjálfstæðisflokknum of langan tíma til að endurnýja forystu sína. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira
Líklegt er að ráðherraembætti muni skiptast jafnt á milli Samfylkingar og Vinstri grænna í nýrri ríkisstjórn og að ráðherrum verði fækkað úr tólf í átta. Engar formlegar viðræður á milli oddvita Samfylkingar og Vinstri grænna hafa farið fram og því liggur skipting ráðherraembætta - verði af ríkisstjórnarsamstarfi flokkanna - ekki enn fyrir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa Vinstri græn hins vegar lagt fram hugmyndir um að ráðherrum verði fækkað úr því að vera 12, sem þeir eru nú, í 7 eða 8. Einnig er lagt til að skipting ráðherraembætta verði jöfn milli flokkanna. Í stórum dráttum héldi Samfylkingin þeim ráðuneytum sem hún hefur veitt forstöðu í fráfarandi ríkisstjórn, en einhverjar breytingar yrðu þó gerðar. Skipting ráðuneyta á milli flokka er jafnan ákveðin á síðustu stundu og liggur því ekki fyrir, en samkvæmt heimildum fréttastofu gæti listinn litið einhvern veginn svona út. Jóhanna Sigurðardóttir yrði forsætisráðherra, en um það mun vera sátt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yrði áfram formlega utanríkisráðherra, en fara í leyfi og myndi Össur Skarphéðinsson taka að sér verkefni ráðuneytisins í hennar fjarveru. Össur myndi jafnframt verða nokkurs konar atvinnumálaráðherra og undir hann myndu heyra iðnaðar-, viðskipta-, landbúnaðar-, og sjávarútvegsráðuneytin. Þó er nokkuð óljóst með viðskiptaráðuneytið, en hugmyndir eru um að það verði gert öflugra en það er nú. Í embætti dómsmálaráðherra myndi veljast Lúðvík Bergvinsson. Vinstri grænir fengju fjármálaráðuneytið og myndi Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, verða fjármálaráðherra, Ögmundur Jónasson er talinn líklegur til að verða ráðherra í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti, Katrín Jakobsdóttir er sögð koma til greina sem menntamálráðherra og Kolbrún Halldórsdóttir myndi fara í umhverfisráðneytið. Samkvæmt heimildum fréttstofu vilja Vinstri grænir að kosningum verði flýtt eins og hægt er og stinga upp á því að efnt verði til þeirra 4. eða 18. apríl, enda eru liðsmenn flokksins á því að engin ástæða sé til að gefa Sjálfstæðisflokknum of langan tíma til að endurnýja forystu sína.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Sjá meira