Innlent

Aldrei fleiri á skólabekk í HÍ

Aldrei hafa fleiri nemendur verið við nám í Háskóla Íslands en nú um áramótin settust 1,410 nýir nemendur á skólabekk í hinum ýmsu deildum Háskólans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HÍ þar en 650 nemendur hefja grunnám og 760 hefja framhaldsnám. Allir þessir nemendur hafa staðfest nám sitt með greiðslu skráningargjalds.

Heildarfjöldi umsókna um nám á vormisseri við Háskólann var rösklega 1,600. „Endanlegur fjöldi nemenda sem hefur skólagöngu er mun meiri en ráð var fyrir gert en hlutfall milli umsókna og endanlegs nemendafjölda er hærra en það hefur áður verið," segir einnig um leið og þess er getið að aldrei hafi fleiri verið við nám við skólann eða 13,650 manns.

„Háskólinn hefur stækkað um rösklega þriðjung á innan við einu ári. Fyrst kom til sameining Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands í sumar og nú um áramótin stækkaði Háskólinn um nálega 10 prósent á einum degi," segir að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×