Kosningar geta lengt kreppuna um tvö ár 24. janúar 2009 03:45 Að miðstjórnarfundi loknum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var slegin eftir tíðindin sem Geir færði samstarfsfólki sínu í Sjálfstæðisflokknum á fundi miðstjórnar í Valhöll í gær. fréttablaðið/stefán Eins og öðrum var Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra og varaformanni Sjálfstæðisflokksins, brugðið eftir tíðindin sem Geir H. Haarde færði samflokksmönnum sínum í Valhöll í gær. „Ég er slegin yfir þessum tíðindum og get ekki hugsað um annað að svo stöddu,“ sagði Þorgerður við fréttamenn í Valhöll í gær. Í samtali við Fréttablaðið sagði hún að í ljósi stöðunnar væri óumflýjanlegt að kjósa í vor. Hins vegar væri það ekki besti kosturinn með tilliti til efnahagsástandsins. Benti hún á að fræðimenn teldu að vegna kosninga hefði kreppan í Finnlandi á fyrrihluta tíunda áratugarins lengst um tvö ár. Svíar hefðu á hinn bóginn komist fyrr en ella út úr sínum efnahagsþrengingum þar sem ekki var gengið til kosninga. Þorgerður segir að nú bíði formanna stjórnarflokkanna; Geirs og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra, að ræða framhaldið. „Þau fara yfir málin á morgun [í dag]. Þau hafa bæði sýnt mikla ábyrgð og gera sér grein fyrir erfiðri stöðu efnahagsmálanna og að taka þurfi erfiðar ákvarðanir sem þola ekki bið fram yfir kosningar.“ Þær ákvarðanir snúi að samskiptum og eftirfylgni vegna samkomulagsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ríkisfjármálunum. Þorgerður kveðst búast við að Samfylkingin fallist á kosningar 9. maí en formennirnir eigi eftir að ná um það sátt. Dagsetningin gæti þó hnikast eitthvað til. Þorgerður var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 2005, þegar Geir varð formaður. Hún segist ætla að velta því fyrir sér í rólegheitum hvort hún muni sækjast eftir formanns-embættinu á landsfundinum í lok mars. „Ég tel eðlilegt að varaformaður íhugi að leita eftir því að verða formaður en ætla að fara yfir það með mínu fólki.“ Spurð hvort ástandið í samfélaginu muni róast við að Sjálfstæðisflokkurinn lýsi yfir vilja til að kjósa í maí, kveðst Þorgerður telja það. „Að mörgu leyti er komið til móts við kröfur fólks um kosningar og ég held að þetta kæli samfélagið aðeins. En það er aldrei hægt að taka ákvarðanir sem róa alla,“ segir Þorgerður. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Eins og öðrum var Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra og varaformanni Sjálfstæðisflokksins, brugðið eftir tíðindin sem Geir H. Haarde færði samflokksmönnum sínum í Valhöll í gær. „Ég er slegin yfir þessum tíðindum og get ekki hugsað um annað að svo stöddu,“ sagði Þorgerður við fréttamenn í Valhöll í gær. Í samtali við Fréttablaðið sagði hún að í ljósi stöðunnar væri óumflýjanlegt að kjósa í vor. Hins vegar væri það ekki besti kosturinn með tilliti til efnahagsástandsins. Benti hún á að fræðimenn teldu að vegna kosninga hefði kreppan í Finnlandi á fyrrihluta tíunda áratugarins lengst um tvö ár. Svíar hefðu á hinn bóginn komist fyrr en ella út úr sínum efnahagsþrengingum þar sem ekki var gengið til kosninga. Þorgerður segir að nú bíði formanna stjórnarflokkanna; Geirs og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra, að ræða framhaldið. „Þau fara yfir málin á morgun [í dag]. Þau hafa bæði sýnt mikla ábyrgð og gera sér grein fyrir erfiðri stöðu efnahagsmálanna og að taka þurfi erfiðar ákvarðanir sem þola ekki bið fram yfir kosningar.“ Þær ákvarðanir snúi að samskiptum og eftirfylgni vegna samkomulagsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ríkisfjármálunum. Þorgerður kveðst búast við að Samfylkingin fallist á kosningar 9. maí en formennirnir eigi eftir að ná um það sátt. Dagsetningin gæti þó hnikast eitthvað til. Þorgerður var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 2005, þegar Geir varð formaður. Hún segist ætla að velta því fyrir sér í rólegheitum hvort hún muni sækjast eftir formanns-embættinu á landsfundinum í lok mars. „Ég tel eðlilegt að varaformaður íhugi að leita eftir því að verða formaður en ætla að fara yfir það með mínu fólki.“ Spurð hvort ástandið í samfélaginu muni róast við að Sjálfstæðisflokkurinn lýsi yfir vilja til að kjósa í maí, kveðst Þorgerður telja það. „Að mörgu leyti er komið til móts við kröfur fólks um kosningar og ég held að þetta kæli samfélagið aðeins. En það er aldrei hægt að taka ákvarðanir sem róa alla,“ segir Þorgerður. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira