Innlent

Fimmtán tilfelli á ári

Um fimmtán tilfelli greinast árlega hérlendis af krabbameini í vélinda en Geir Haarde tilkynnti í dag að hann væri með mein af því tagi.

Vélindað er vöðvapípa sem liggur frá koki niðureftir brjóstholi í gegnum þindina og niður í maga. Að meðaltali greinast tíu karlar með þetta mein árlega og fimm konur. Meðalaldur við greiningu er 69 ár hjá körlum og 76 ár hjá konum.

Eins og með aðrar tegundir krabbameins hafa orðið miklar framfarir í lækningu á undanförnum árum. Þetta getur hinsvegar verið erfiður sjúkdómur ef hann greinist seint.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×