Fleiri fréttir Tvenn málaferli líkleg vegna hryðjuverkalaga og áhlaups á Kaupþing Forsætisráðherra telur líklegt að tvenn málaferli hefjist gegn breskum stjórnvöldum vegna hryðjuverkalaga og áhlaups á Kaupþing, áður en frestur til málaferla rennur út í janúar. Íslensk stjórnvöld hafa nýlega skrifað þeim bresku og krafist þess að hryðjuverkalögunum verði aflétt. 23.12.2008 20:25 Sjö hross hafa drepist í Mosfellsbæ Fjögur hross hafa drepist í hesthúsahverfinu í Mosfellsbæ til viðbótar við þau þrjú sem þegar höfðu drepist þar. Tvö hross drápust í nótt en það fyrsta sem drapst fannst í haga þar sem fjörutíu hross voru í útigangi. Rannsóknir benda til þess að um salmonellusmits, en ekki er hægt að fullyrða það með vissu enn sem komið er. 23.12.2008 18:38 Viðhorf kvenna hefur áhrif á líkama þeirra á meðgöngu Viðhorf eða skynjun kvenna á líkama þeirra fyrir fæðingu getur aukið líkur á að þær þyngist mikið á meðgöngu. Þetta kemur fram í nýrri amerískri rannsókn sem hefur verið gerð opinber. Rannsóknin, sem tók til 15 hundruð ófrískra kvenna, leiddi í ljós að þær sem skynjuðu líkamsþyngd sína rangt voru líklegri til þess að þyngjast á meðgöngu. 23.12.2008 21:10 Mótmælendur í jólafríi Ríkisstjórnin, stjórnir Seðlabankans og Fjármáleeftirlitsins, bankastjórar og auðmenn sem hafa leikið almenning þessa lands illa skulu ekki halda að það sé að draga úr krafti mótmælanna. Það er af og frá. Reyndar er ætlunin að efla þau og styrkja ef eitthvað er. Þetta segir í tilkynningu frá Röddum fólksins sem hafa staðið að mótmælum ellefu laugardaga í röð. 23.12.2008 20:42 Laun Landsbankastjóra lækka um 450 þúsund Laun Elínar Sigfúsdóttir, bankastjóra Landsbankans, hafa verið lækkuð úr 1950 þúsund krónum á mánuði í 1500 þúsund. Þá hefur hún áfram afnot af Bensbifreið sem skráð er á bankann. 23.12.2008 18:30 Aftansöngur í beinni frá Grafarvogskirkju á aðfangadag Stöð 2, Bylgjan og Vísir verða með beina útsendingu í opinni dagskrá frá aftansöng í Grafarvogskirkju á aðfangadag. Stöð 2 hefur boðið landsmönnum uppá þessa kærkomnu þjónustu undanfarin ár við einstaklega góðar viðtökur. Sem endranær mun séra Vigfús Þór Árnason sjá um athöfnina og hefst beina útsendingin um leið og kirkjuklukkur hringja inn jólin klukkan sex. 23.12.2008 13:04 Ólíklegt að breytingar verði á ríkisstjórninni Ólíklegt er að breytingar verði gerðar á ríkisstjórn á næstunni. Geir H. Haarde forsætisráðherra útilokar að ráðherrum Sjálfstæðisflokks verði skipt út um áramótin og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra telur eðlilegt að stjórnarflokkarnir fylgist að í þessum efnum. Ingibjörg Sólrún sagðist þó í dag telja fulla þörf á að skoða möguleg ráðherraskipti. 23.12.2008 20:50 Útför frú Halldóru á vegum ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hefur ákveðið að útför frú Halldóru Eldjárn, fyrrverandi forsetafrúar, fari fram á vegum ríkisstjórnarinnar. Þetta var ákveðið í samráði við fjölskyldu frú Halldóru. 23.12.2008 17:15 Jarðskjálfti reið yfir N-Ítalíu Snarpur jarðskjálfti reið yfir norðurhluta Ítalíu í dag í grennd við borgina Parma. Skjálftinn mældist 5,2 á Richter. Enn sem komið er hafa engar fréttir borist af slysum á fólki eða tjóni. Jarðskjálftans var vart í borgunum Mílan, Flórens og Trieste. 23.12.2008 17:03 Búist við mikilli umferð við kirkjugarða Búast má við talsverðri umferð við kirkjugarða á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Lögreglan mun fylgjast sérstaklega með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð og greiða fyrir umferð eins og hægt er. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 23.12.2008 16:42 Þung umferð um alla borg Að sögn lögreglu er gríðarlega þung umferð á höfuðborgarsvæðinu nú þegar fólk er á síðustu metrunum í jólainnkaupunum. Umferðin hefur þó gengið slysalaust fyrir sér en lögregla skorar á ökumenn að fara sér hægt og láta þolinmæðina ráða ferðinni. 23.12.2008 16:26 Starfsmenn Lyfja og heilsu gáfu 1,5 milljón Starfsfólk Lyfja og heilsu ákvað að þiggja ekki jólagjafir frá fyrirtækinu þetta árið og þess í stað var ákveðið að gefa andvirði jólagjafa til þeirra sem þyrftu á aðstoð að halda. 23.12.2008 15:40 Hanna Birna úthlutaði úr forvarnasjóði Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, úthlutaði í dag styrkjum úr forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar til 12 verkefna og nemur heildarupphæðin um 25.550.000. Alls bárust 88 umsóknir. 23.12.2008 15:15 Hugnast ekki fækkun bæjarfulltrúa Þorvaldur Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, gefur ekki mikið fyrir tillögur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarfélaginu sem lögðu til í gær að bæjarfulltrúum verði fækkað úr níu í sjö og að bæjarstjóri þiggi ekki laun sem bæði bæjarstjóri og bæjarfulltrúi. Þorvaldur telur meiri þörf vera á að auka lýðræði heldur en að draga úr því. 23.12.2008 15:05 Allir vilja vinna hjá Obama Barack Obama, sem vann sögulegan sigur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember er eftirsóttur atvinnuveitandi. Nú er verið að ráða í störf í Hvíta húsinu og eru átta þúsund stöður á lausu. Við fyrstu sýn ætti að reynast erfitt að að manna allar þær stöður í Washington en umsóknum rignir inn og nú þegar hafa þrjú hundruð þúsund manns sótt um vinnu hjá Obama, sem eins og fréttastofan CBS bendir réttilega á, jafnast á við að allir Íslendingar hafi sótt um starf hjá nýja forsetanum. 23.12.2008 15:03 Rúmlega 600 milljónir í vexti vegna Impregilomáls Eins og Vísir sagði frá fyrr í dag felldi Héraðsdómur Reykjavíkur dóm í máli Impregilo gegn íslenska ríkinu í morgun. Verktakafryrirtækið höfðaði mál á hendur ríkinu vegna vangoldinnar greiðslu á opinberum gjöldum. Lögmaður Impregilo segist ánægður með niðurstöðuna enda hafi verið fallist á allar kröfur stefnanda. Ríkið var dæmt til þess að greiða þær rúmu 1.230 milljónir sem Impregilo fór fram á. Auk þess þarf ríkið að greiða dráttarvexti á bilinu 600-700 milljónir króna. 23.12.2008 14:50 Jólatrén uppseld hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík Jólatrén eru um það bil að seljast upp hjá Flugbjörgunarsveitinni í ár. Síðasta furan var seld fyrir stundu og aðeins eru eftir tveir norðmannsþinir. 23.12.2008 14:00 Vilja fækka bæjarfulltrúum í Árborg Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Árborg lögðu til í bæjarstjórn í gær að bæjarfulltrúum yrði fækkað úr níu í sjö. Slíkt er heimilt samkvæmt lögum. Einnig lögðu þeir til að bæjarstjóri þiggi ekki laun sem bæði bæjarstjóri og bæjarfulltrúi. 23.12.2008 13:41 Yfir 6700 manns þurfa jólaaðstoð Síðasti úthlutunardagur jólaaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar, Reykjavíkurdeildar RKÍ og Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er í dag Heildarfjöldi afgreiddra umsókna var 2.691 og gert er ráð fyrir 2,5 einstaklingum á bak við hverja umsókn sem þýðir að yfir 6700 einstaklingar njóta aðstoðar félagasamtakanna. 23.12.2008 13:33 Jafnréttisþing haldið í janúar Jafnréttisþingi sem var frestað í haust verður haldið 16. janúar í Hótel Nordica. Það eru félags- og tryggingamálaráðuneytið og Jafnréttisráð sem boða til þingsins í samræmi við nýsamþykkt lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Drög að framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum kynnt á þinginu. 23.12.2008 13:03 Öðrum kókaínsmyglaranum sleppt Ekki verður krafist frekara gæsluvarðhalds yfir kókaínsmyglara sem handtekinn var í Leifsstöða 16.desember sl. Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út í dag og verður honum sleppt. Annar maður sem tekinn var með rúmt kíló af kókaíni og talinn er tengjast þessum manni verður hinsvegar í gæsluvarðhaldi til 7.janúar. 23.12.2008 13:01 Ingibjörg: Engar breytingar á ráðherraliðinu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að engar breytingar verði gerðar á ráðherraskipan flokksins fyrir áramót. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Auk þess taldi Ingibjörg Sólrún hverfandi líkur á því að gerðar verði nokkrar breytingar á ráðherraliði flokksins á næstunni. 23.12.2008 12:50 Kínverjar gefa pöndur Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að færa vinum sínum í Taívan fallega gjöf fyrir jólin. Þeir hafa látið flytja tvær pöndur frá Kína til Taívan sem vott um vináttu þjóðanna. 23.12.2008 12:40 Ríkisstjórn Gíneu sett af í kjölfar andláts forseta Lansana Conte, forseti Gíneu er látinn. Aðeins fáeinum klukkutímum eftir að andlát hans var tilkynnt var yfrlýsing lesin í ríkisútvarpinu þar í landi þar sem það var tilkynnt að stjórnarskráin væri ekki lengur í gildi og að ríkisstjórnin hefði verið sett af. 23.12.2008 12:24 Tvö hross drápust í Mosfellsbæ Tvö hross drápust í hesthúsahverfnu í Mosfellsbæ í gærkvöldi og nótt, til viðbótar við það sem fannst dautt í haga á Kjalarnesi á sunnudag. Tæplega fjörutíu hross voru þar á útigangi og reyndust mörg illa haldin. 23.12.2008 12:19 Sveltum svínið - mótmælt við Bónusverslanir í dag Aðgerðahópurinn Sveltum svínið stendur fyrir mótmælum í Bónusverslunum í dag. Markmiðið er að fylla búðirnar á annasamasta degi ársins, af fólki sem ætlar bara að skoða. Mótmælendum var boðið að mæta til fundar við framkvæmdastjóra Bónuss í morgun en enginn mætti. 23.12.2008 12:15 Páll Hreinsson skipaður í rannsóknarnefnd um bankahrunið Páll Hreinsson hæstaréttardómari hefur verið skipaður í rannsóknarnefnd um bankahrunið og verður hann formaður nefndarinnar. Alþingi skipar í nefndina og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, hefur þegar verið skipaður. Í lögum er greint á um að nefndina skipi umboðsmaður Alþingis, hæstaréttardómari og háskólamenntaður sérfræðingur. 23.12.2008 11:55 Fjölgar um 1600 nema í HÍ eftir áramót Háskólaráð Háskóla Íslands samþykkti í gær að afgreiða umsóknir um grunnnám og framhaldsnám á vormisseri 2009, en umsóknarfrestur rann út 15. desember. Alls bárust 1624 umsóknir. 23.12.2008 11:30 Varað við strekkings vindi á vestanverðu landinu Vegagerðin varar við strekkings vindur á Vesturlandi, Vestfjörðum og á Norðurlandi og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát. Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir. Stórhríð er á Hálfdán. Ófært er yfir Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og Eyrarfjall. 23.12.2008 11:20 Ríkið greiði Impregilo rúman milljarð Impregilo á Íslandi stefndi íslenska ríkinu vegna endurgreiðslu á opinberum gjöldum. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Niðurstaðan er sú að íslenska ríkið þarf að greiða fyrirtækinu um 1.230.000.000 íslenskra króna. 23.12.2008 10:36 Samfylkingin getur ekki stutt ESB-umsókn Stefán Jóhann Stefánsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn hafi ekki lokið undirbúningi í samræmi við lýðræðislegar samþykktir og geti því ekki skrifað undir umsókn um aðild að Evrópusambandinu. 23.12.2008 10:07 Gunnar einn í framboði hjá VR Framboðsfrestur til formanns hjá VR rann út í gær og er núverandi formaður, Gunnar Páll Pálsson einn í kjöri. Einnig verður kosið um sjö stjórnarsæti hjá félaginu og bárust 15 framboð til stjórnar. Almennt er kosið til formanns annað hvert ár og stóð ekki til að gera það nú. 23.12.2008 09:54 Allt að 70 prósenta afsláttur í breskum verslunum fyrir jólin Breskir verslunareigendur veita allt að 70 prósenta afslátt síðustu klukkustundir jólaverslunarinnar og berjast hart um hylli neytenda. 23.12.2008 08:51 Er farmiðinn til tunglsins að verða of dýr? NASA fagnar nú 40 ára afmæli fyrstu hringferðarinnar um tunglið en kostnaður setur spurningarmerki við geimferðir framtíðarinnar. 23.12.2008 08:43 Norðmenn vilja örmerkja ketti Norsk heilbrigðisyfirvöld krefjast þess kettir verði örmerktir til að veita nákvæmar upplýsingar um sjúkdóma sem þeir kunni að bera. 23.12.2008 08:40 Danir ósáttir við tölvur og farsíma Danir kvarta mest yfir tölvum og farsímum af öllum neytendavarningi þar í landi. Þetta kemur fram í ársskýrslu dönsku neytendasamtakanna en símalínur þeirra eru rauðglóandi þessa dagana vegna kvartana yfir göllum í þessum búnaði. 23.12.2008 08:36 Kröfðust gagnárásar með kjarnavopnum Japanski forsætisráðherrann Eisaku Sato krafðist þess árið 1965 að yrði landið fyrir kjarnorkuárás myndi Bandaríkjaher þegar beita kjarnavopnum gegn árásaraðilanum. 23.12.2008 08:28 Taldi ísbjörninn Knút einmana Tæplega fertugur maður var verulega hætt kominn í gær þegar hann klifraði yfir girðingu sem skilur ísbjörninn Knút, helstu stjörnu dýragarðsins í Berlín, frá aðdáendum sínum. 23.12.2008 08:22 Ísraelskir fornleifafræðingar í sjöunda himni Fornleifafræðingar í Ísrael munu aldeilis eiga gleðileg jól eftir að þeir fundu 264 ævaforna gullpeninga við uppgröft í almenningsgarði í Jerúsalem á sunnudaginn. 23.12.2008 08:09 Dick Cheney talinn verstur varaforseta Fjórðungur Bandaríkjamanna er þeirrar skoðunar að Dick Cheney sé versti varaforseti sem gegnt hefur embætti í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar sem CNN opinberaði í gær. 23.12.2008 07:27 Risavinningurinn el gordo dreifðist víða Mörg þúsund vinningshafar deildu með sér 360 milljarða króna risavinningi spænska lottósins sem gengur undir nafninu sá feiti, eða el gordo, í gær. Töluvert var um að Bretar, búsettir á Spáni, keyptu sér miða í von um að hreppa væna flís af feitum sauð og sumum varð svo sannarlega að ósk sinni. 23.12.2008 07:23 Brotist inn í verslun og tvö fyrirtæki Brotist var inn í verslun í austurborginni í nótt og þaðan stolið skjávarpa. Öryggisvörður tilkynnti lögreglu um innbrotið og fann hún skjávarpann falinn í runna skammt frá innbrotsstað, en þjófurinn var á bak og burt. Hann er ófundinn. 23.12.2008 07:21 Aðeins eitt fiskiskip á veiðum Aðeins eitt fiskiskip er á veiðum, sem er afar fátítt. Það er ísfisktogarinn Arinbjörn RE sem verður að veiðum yfir hátíðirnar og stendur til að landa aflanum í þýskalandi eftir áramót. 23.12.2008 07:19 Hæstiréttur staðfesti farbannsúrskurð Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð héraðsdóms yfir Pólverja sem er grunaður um alvarlega líkamsárás á samlanda sinn í október síðastliðnum. 23.12.2008 07:17 Alþingi hyggst skoða eftirlaunalög nánar Allsherjarnefnd Alþingis ætlar að skoða nánar lögin, sem Alþingi samþykkti síðdegis í gær um eftirlaun alþingismanna og ráðherra. Þau voru samþykkt með 38 atkvæðum, en þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá. 23.12.2008 07:14 Sjá næstu 50 fréttir
Tvenn málaferli líkleg vegna hryðjuverkalaga og áhlaups á Kaupþing Forsætisráðherra telur líklegt að tvenn málaferli hefjist gegn breskum stjórnvöldum vegna hryðjuverkalaga og áhlaups á Kaupþing, áður en frestur til málaferla rennur út í janúar. Íslensk stjórnvöld hafa nýlega skrifað þeim bresku og krafist þess að hryðjuverkalögunum verði aflétt. 23.12.2008 20:25
Sjö hross hafa drepist í Mosfellsbæ Fjögur hross hafa drepist í hesthúsahverfinu í Mosfellsbæ til viðbótar við þau þrjú sem þegar höfðu drepist þar. Tvö hross drápust í nótt en það fyrsta sem drapst fannst í haga þar sem fjörutíu hross voru í útigangi. Rannsóknir benda til þess að um salmonellusmits, en ekki er hægt að fullyrða það með vissu enn sem komið er. 23.12.2008 18:38
Viðhorf kvenna hefur áhrif á líkama þeirra á meðgöngu Viðhorf eða skynjun kvenna á líkama þeirra fyrir fæðingu getur aukið líkur á að þær þyngist mikið á meðgöngu. Þetta kemur fram í nýrri amerískri rannsókn sem hefur verið gerð opinber. Rannsóknin, sem tók til 15 hundruð ófrískra kvenna, leiddi í ljós að þær sem skynjuðu líkamsþyngd sína rangt voru líklegri til þess að þyngjast á meðgöngu. 23.12.2008 21:10
Mótmælendur í jólafríi Ríkisstjórnin, stjórnir Seðlabankans og Fjármáleeftirlitsins, bankastjórar og auðmenn sem hafa leikið almenning þessa lands illa skulu ekki halda að það sé að draga úr krafti mótmælanna. Það er af og frá. Reyndar er ætlunin að efla þau og styrkja ef eitthvað er. Þetta segir í tilkynningu frá Röddum fólksins sem hafa staðið að mótmælum ellefu laugardaga í röð. 23.12.2008 20:42
Laun Landsbankastjóra lækka um 450 þúsund Laun Elínar Sigfúsdóttir, bankastjóra Landsbankans, hafa verið lækkuð úr 1950 þúsund krónum á mánuði í 1500 þúsund. Þá hefur hún áfram afnot af Bensbifreið sem skráð er á bankann. 23.12.2008 18:30
Aftansöngur í beinni frá Grafarvogskirkju á aðfangadag Stöð 2, Bylgjan og Vísir verða með beina útsendingu í opinni dagskrá frá aftansöng í Grafarvogskirkju á aðfangadag. Stöð 2 hefur boðið landsmönnum uppá þessa kærkomnu þjónustu undanfarin ár við einstaklega góðar viðtökur. Sem endranær mun séra Vigfús Þór Árnason sjá um athöfnina og hefst beina útsendingin um leið og kirkjuklukkur hringja inn jólin klukkan sex. 23.12.2008 13:04
Ólíklegt að breytingar verði á ríkisstjórninni Ólíklegt er að breytingar verði gerðar á ríkisstjórn á næstunni. Geir H. Haarde forsætisráðherra útilokar að ráðherrum Sjálfstæðisflokks verði skipt út um áramótin og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra telur eðlilegt að stjórnarflokkarnir fylgist að í þessum efnum. Ingibjörg Sólrún sagðist þó í dag telja fulla þörf á að skoða möguleg ráðherraskipti. 23.12.2008 20:50
Útför frú Halldóru á vegum ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin hefur ákveðið að útför frú Halldóru Eldjárn, fyrrverandi forsetafrúar, fari fram á vegum ríkisstjórnarinnar. Þetta var ákveðið í samráði við fjölskyldu frú Halldóru. 23.12.2008 17:15
Jarðskjálfti reið yfir N-Ítalíu Snarpur jarðskjálfti reið yfir norðurhluta Ítalíu í dag í grennd við borgina Parma. Skjálftinn mældist 5,2 á Richter. Enn sem komið er hafa engar fréttir borist af slysum á fólki eða tjóni. Jarðskjálftans var vart í borgunum Mílan, Flórens og Trieste. 23.12.2008 17:03
Búist við mikilli umferð við kirkjugarða Búast má við talsverðri umferð við kirkjugarða á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Lögreglan mun fylgjast sérstaklega með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð og greiða fyrir umferð eins og hægt er. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 23.12.2008 16:42
Þung umferð um alla borg Að sögn lögreglu er gríðarlega þung umferð á höfuðborgarsvæðinu nú þegar fólk er á síðustu metrunum í jólainnkaupunum. Umferðin hefur þó gengið slysalaust fyrir sér en lögregla skorar á ökumenn að fara sér hægt og láta þolinmæðina ráða ferðinni. 23.12.2008 16:26
Starfsmenn Lyfja og heilsu gáfu 1,5 milljón Starfsfólk Lyfja og heilsu ákvað að þiggja ekki jólagjafir frá fyrirtækinu þetta árið og þess í stað var ákveðið að gefa andvirði jólagjafa til þeirra sem þyrftu á aðstoð að halda. 23.12.2008 15:40
Hanna Birna úthlutaði úr forvarnasjóði Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, úthlutaði í dag styrkjum úr forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar til 12 verkefna og nemur heildarupphæðin um 25.550.000. Alls bárust 88 umsóknir. 23.12.2008 15:15
Hugnast ekki fækkun bæjarfulltrúa Þorvaldur Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, gefur ekki mikið fyrir tillögur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarfélaginu sem lögðu til í gær að bæjarfulltrúum verði fækkað úr níu í sjö og að bæjarstjóri þiggi ekki laun sem bæði bæjarstjóri og bæjarfulltrúi. Þorvaldur telur meiri þörf vera á að auka lýðræði heldur en að draga úr því. 23.12.2008 15:05
Allir vilja vinna hjá Obama Barack Obama, sem vann sögulegan sigur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember er eftirsóttur atvinnuveitandi. Nú er verið að ráða í störf í Hvíta húsinu og eru átta þúsund stöður á lausu. Við fyrstu sýn ætti að reynast erfitt að að manna allar þær stöður í Washington en umsóknum rignir inn og nú þegar hafa þrjú hundruð þúsund manns sótt um vinnu hjá Obama, sem eins og fréttastofan CBS bendir réttilega á, jafnast á við að allir Íslendingar hafi sótt um starf hjá nýja forsetanum. 23.12.2008 15:03
Rúmlega 600 milljónir í vexti vegna Impregilomáls Eins og Vísir sagði frá fyrr í dag felldi Héraðsdómur Reykjavíkur dóm í máli Impregilo gegn íslenska ríkinu í morgun. Verktakafryrirtækið höfðaði mál á hendur ríkinu vegna vangoldinnar greiðslu á opinberum gjöldum. Lögmaður Impregilo segist ánægður með niðurstöðuna enda hafi verið fallist á allar kröfur stefnanda. Ríkið var dæmt til þess að greiða þær rúmu 1.230 milljónir sem Impregilo fór fram á. Auk þess þarf ríkið að greiða dráttarvexti á bilinu 600-700 milljónir króna. 23.12.2008 14:50
Jólatrén uppseld hjá Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík Jólatrén eru um það bil að seljast upp hjá Flugbjörgunarsveitinni í ár. Síðasta furan var seld fyrir stundu og aðeins eru eftir tveir norðmannsþinir. 23.12.2008 14:00
Vilja fækka bæjarfulltrúum í Árborg Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Árborg lögðu til í bæjarstjórn í gær að bæjarfulltrúum yrði fækkað úr níu í sjö. Slíkt er heimilt samkvæmt lögum. Einnig lögðu þeir til að bæjarstjóri þiggi ekki laun sem bæði bæjarstjóri og bæjarfulltrúi. 23.12.2008 13:41
Yfir 6700 manns þurfa jólaaðstoð Síðasti úthlutunardagur jólaaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar, Reykjavíkurdeildar RKÍ og Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er í dag Heildarfjöldi afgreiddra umsókna var 2.691 og gert er ráð fyrir 2,5 einstaklingum á bak við hverja umsókn sem þýðir að yfir 6700 einstaklingar njóta aðstoðar félagasamtakanna. 23.12.2008 13:33
Jafnréttisþing haldið í janúar Jafnréttisþingi sem var frestað í haust verður haldið 16. janúar í Hótel Nordica. Það eru félags- og tryggingamálaráðuneytið og Jafnréttisráð sem boða til þingsins í samræmi við nýsamþykkt lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Drög að framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum kynnt á þinginu. 23.12.2008 13:03
Öðrum kókaínsmyglaranum sleppt Ekki verður krafist frekara gæsluvarðhalds yfir kókaínsmyglara sem handtekinn var í Leifsstöða 16.desember sl. Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út í dag og verður honum sleppt. Annar maður sem tekinn var með rúmt kíló af kókaíni og talinn er tengjast þessum manni verður hinsvegar í gæsluvarðhaldi til 7.janúar. 23.12.2008 13:01
Ingibjörg: Engar breytingar á ráðherraliðinu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að engar breytingar verði gerðar á ráðherraskipan flokksins fyrir áramót. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Auk þess taldi Ingibjörg Sólrún hverfandi líkur á því að gerðar verði nokkrar breytingar á ráðherraliði flokksins á næstunni. 23.12.2008 12:50
Kínverjar gefa pöndur Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að færa vinum sínum í Taívan fallega gjöf fyrir jólin. Þeir hafa látið flytja tvær pöndur frá Kína til Taívan sem vott um vináttu þjóðanna. 23.12.2008 12:40
Ríkisstjórn Gíneu sett af í kjölfar andláts forseta Lansana Conte, forseti Gíneu er látinn. Aðeins fáeinum klukkutímum eftir að andlát hans var tilkynnt var yfrlýsing lesin í ríkisútvarpinu þar í landi þar sem það var tilkynnt að stjórnarskráin væri ekki lengur í gildi og að ríkisstjórnin hefði verið sett af. 23.12.2008 12:24
Tvö hross drápust í Mosfellsbæ Tvö hross drápust í hesthúsahverfnu í Mosfellsbæ í gærkvöldi og nótt, til viðbótar við það sem fannst dautt í haga á Kjalarnesi á sunnudag. Tæplega fjörutíu hross voru þar á útigangi og reyndust mörg illa haldin. 23.12.2008 12:19
Sveltum svínið - mótmælt við Bónusverslanir í dag Aðgerðahópurinn Sveltum svínið stendur fyrir mótmælum í Bónusverslunum í dag. Markmiðið er að fylla búðirnar á annasamasta degi ársins, af fólki sem ætlar bara að skoða. Mótmælendum var boðið að mæta til fundar við framkvæmdastjóra Bónuss í morgun en enginn mætti. 23.12.2008 12:15
Páll Hreinsson skipaður í rannsóknarnefnd um bankahrunið Páll Hreinsson hæstaréttardómari hefur verið skipaður í rannsóknarnefnd um bankahrunið og verður hann formaður nefndarinnar. Alþingi skipar í nefndina og Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, hefur þegar verið skipaður. Í lögum er greint á um að nefndina skipi umboðsmaður Alþingis, hæstaréttardómari og háskólamenntaður sérfræðingur. 23.12.2008 11:55
Fjölgar um 1600 nema í HÍ eftir áramót Háskólaráð Háskóla Íslands samþykkti í gær að afgreiða umsóknir um grunnnám og framhaldsnám á vormisseri 2009, en umsóknarfrestur rann út 15. desember. Alls bárust 1624 umsóknir. 23.12.2008 11:30
Varað við strekkings vindi á vestanverðu landinu Vegagerðin varar við strekkings vindur á Vesturlandi, Vestfjörðum og á Norðurlandi og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát. Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir. Stórhríð er á Hálfdán. Ófært er yfir Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði og Eyrarfjall. 23.12.2008 11:20
Ríkið greiði Impregilo rúman milljarð Impregilo á Íslandi stefndi íslenska ríkinu vegna endurgreiðslu á opinberum gjöldum. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Niðurstaðan er sú að íslenska ríkið þarf að greiða fyrirtækinu um 1.230.000.000 íslenskra króna. 23.12.2008 10:36
Samfylkingin getur ekki stutt ESB-umsókn Stefán Jóhann Stefánsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn hafi ekki lokið undirbúningi í samræmi við lýðræðislegar samþykktir og geti því ekki skrifað undir umsókn um aðild að Evrópusambandinu. 23.12.2008 10:07
Gunnar einn í framboði hjá VR Framboðsfrestur til formanns hjá VR rann út í gær og er núverandi formaður, Gunnar Páll Pálsson einn í kjöri. Einnig verður kosið um sjö stjórnarsæti hjá félaginu og bárust 15 framboð til stjórnar. Almennt er kosið til formanns annað hvert ár og stóð ekki til að gera það nú. 23.12.2008 09:54
Allt að 70 prósenta afsláttur í breskum verslunum fyrir jólin Breskir verslunareigendur veita allt að 70 prósenta afslátt síðustu klukkustundir jólaverslunarinnar og berjast hart um hylli neytenda. 23.12.2008 08:51
Er farmiðinn til tunglsins að verða of dýr? NASA fagnar nú 40 ára afmæli fyrstu hringferðarinnar um tunglið en kostnaður setur spurningarmerki við geimferðir framtíðarinnar. 23.12.2008 08:43
Norðmenn vilja örmerkja ketti Norsk heilbrigðisyfirvöld krefjast þess kettir verði örmerktir til að veita nákvæmar upplýsingar um sjúkdóma sem þeir kunni að bera. 23.12.2008 08:40
Danir ósáttir við tölvur og farsíma Danir kvarta mest yfir tölvum og farsímum af öllum neytendavarningi þar í landi. Þetta kemur fram í ársskýrslu dönsku neytendasamtakanna en símalínur þeirra eru rauðglóandi þessa dagana vegna kvartana yfir göllum í þessum búnaði. 23.12.2008 08:36
Kröfðust gagnárásar með kjarnavopnum Japanski forsætisráðherrann Eisaku Sato krafðist þess árið 1965 að yrði landið fyrir kjarnorkuárás myndi Bandaríkjaher þegar beita kjarnavopnum gegn árásaraðilanum. 23.12.2008 08:28
Taldi ísbjörninn Knút einmana Tæplega fertugur maður var verulega hætt kominn í gær þegar hann klifraði yfir girðingu sem skilur ísbjörninn Knút, helstu stjörnu dýragarðsins í Berlín, frá aðdáendum sínum. 23.12.2008 08:22
Ísraelskir fornleifafræðingar í sjöunda himni Fornleifafræðingar í Ísrael munu aldeilis eiga gleðileg jól eftir að þeir fundu 264 ævaforna gullpeninga við uppgröft í almenningsgarði í Jerúsalem á sunnudaginn. 23.12.2008 08:09
Dick Cheney talinn verstur varaforseta Fjórðungur Bandaríkjamanna er þeirrar skoðunar að Dick Cheney sé versti varaforseti sem gegnt hefur embætti í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar sem CNN opinberaði í gær. 23.12.2008 07:27
Risavinningurinn el gordo dreifðist víða Mörg þúsund vinningshafar deildu með sér 360 milljarða króna risavinningi spænska lottósins sem gengur undir nafninu sá feiti, eða el gordo, í gær. Töluvert var um að Bretar, búsettir á Spáni, keyptu sér miða í von um að hreppa væna flís af feitum sauð og sumum varð svo sannarlega að ósk sinni. 23.12.2008 07:23
Brotist inn í verslun og tvö fyrirtæki Brotist var inn í verslun í austurborginni í nótt og þaðan stolið skjávarpa. Öryggisvörður tilkynnti lögreglu um innbrotið og fann hún skjávarpann falinn í runna skammt frá innbrotsstað, en þjófurinn var á bak og burt. Hann er ófundinn. 23.12.2008 07:21
Aðeins eitt fiskiskip á veiðum Aðeins eitt fiskiskip er á veiðum, sem er afar fátítt. Það er ísfisktogarinn Arinbjörn RE sem verður að veiðum yfir hátíðirnar og stendur til að landa aflanum í þýskalandi eftir áramót. 23.12.2008 07:19
Hæstiréttur staðfesti farbannsúrskurð Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð héraðsdóms yfir Pólverja sem er grunaður um alvarlega líkamsárás á samlanda sinn í október síðastliðnum. 23.12.2008 07:17
Alþingi hyggst skoða eftirlaunalög nánar Allsherjarnefnd Alþingis ætlar að skoða nánar lögin, sem Alþingi samþykkti síðdegis í gær um eftirlaun alþingismanna og ráðherra. Þau voru samþykkt með 38 atkvæðum, en þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá. 23.12.2008 07:14