Erlent

Allir vilja vinna hjá Obama

Barack Obama, sem vann sögulegan sigur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember er eftirsóttur atvinnuveitandi. Nú er verið að ráða í störf í Hvíta húsinu og eru átta þúsund stöður á lausu. Við fyrstu sýn ætti að reynast erfitt að að manna allar þær stöður í Washington en umsóknum rignir inn og nú þegar hafa þrjú hundruð þúsund manns sótt um vinnu hjá Obama, sem eins og fréttastofan CBS bendir réttilega á, jafnast á við að allir Íslendingar hafi sótt um starf hjá nýja forsetanum.

Til viðmiðunar má nefna að George W. Bush fékk "aðeins" um 44 þúsund umsóknir þegar hann tók við stjórnartaumunum í Hvíta húsinu og Clinton þurfti aðeins að renna yfir 100 þúsund slíkar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×