Innlent

Sjö hross hafa drepist í Mosfellsbæ

Fjögur hross hafa drepist í hesthúsahverfinu í Mosfellsbæ í dag, til viðbótar við þau þrjú sem þegar höfðu drepist þar. Tvö hross drápust í nótt en það fyrsta sem drapst fannst í haga þar sem fjörutíu hross voru í útigangi. Rannsóknir benda til þess að um salmonellusmit sé að ræða, en ekki er hægt að fullyrða það með vissu enn sem komið er. Verið er að rækta sýni sem voru tekin úr hrossunum og úr fóðri sem hrossin fengu þegar þau voru í haga. Fjögur hús í hesthúsahverfinu hafa verið girt af og umferð um þau takmörkuð. Líðan annarra hrossa sem voru í haganum er betri en hún var en nokkur þeirra eru þó enn illa haldin.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×