Innlent

Laun Landsbankastjóra lækka um 450 þúsund

Laun Elínar Sigfúsdóttir, bankastjóra Landsbankans, hafa verið lækkuð úr 1950 þúsund krónum á mánuði í 1500 þúsund. Þá hefur hún áfram afnot af Bensbifreið sem skráð er á bankann.

Elín neitaði að gefa upp laun sín þar til hún var boðuð á fund viðskiptanefndar Alþingis í byrjun nóvember. Bankastjórar hinna tveggja ríkisbankanna eru með 1750 þúsund krónur á mánuði.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Glitnis, ekur líkt og Elín um á glæsibifreið sem er skráð á bankann. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings, nýtur hins vegar ekki slíkra hlunninda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×