Innlent

Aftansöngur í beinni frá Grafarvogskirkju á aðfangadag

Grafarvogskirkja.
Grafarvogskirkja. Mynd/Stöð 2

Stöð 2, Bylgjan og Vísir verða með beina útsendingu í opinni dagskrá frá aftansöng í Grafarvogskirkju á aðfangadag. Stöð 2 hefur boðið landsmönnum uppá þessa kærkomnu þjónustu undanfarin ár við einstaklega góðar viðtökur.

Sem endranær mun séra Vigfús Þór Árnason sjá um athöfnina og hefst beina útsendingin um leið og kirkjuklukkur hringja inn jólin klukkan sex.


Tengdar fréttir

Séra Vigfús: Þetta er sérstök stund

Stöð 2, Bylgjan og Vísir verða með beina útsendingu í opinni dagskrá frá aftansöng í Grafarvogskirkju á aðfangadag. Vísir hafði samband við séra Vigfús Þór Árnason sem sér um athöfnina og hefst beina útsendingin um leið og kirkjuklukkur hringja inn jólin klukkan sex. „Margir fara í kirkju en flestir eru heima. Fjöldi fólks notfærir sér nútímatækni með því að hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp. Það sem er skemmtilegt við þessa messu er að Vísir sendir hana um allan heim," segir Vigfús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×