Erlent

Taldi ísbjörninn Knút einmana

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Knútur er orðinn 200 kg að þyngd og ekkert lamb að leika sér við.
Knútur er orðinn 200 kg að þyngd og ekkert lamb að leika sér við.

Tæplega fertugur maður var verulega hætt kominn í gær þegar hann klifraði yfir girðingu sem skilur ísbjörninn Knút, helstu stjörnu dýragarðsins í Berlín, frá aðdáendum sínum.

Starfsmenn dýragarðsins brugðu skjótt við og notuðu kjötflikki til að fanga athygli Knúts og lokka hann inn í helli á svæðinu sem honum er ætlað. Maðurinn var handtekinn eftir 20 mínútur og gaf þá skýringu að hann teldi Knút einmana og að björninn hefði sára þörf fyrir félagsskap.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×