Erlent

Ríkisstjórn Gíneu sett af í kjölfar andláts forseta

Lansana Conte.
Lansana Conte.

Lansana Conte, forseti Gíneu er látinn. Aðeins fáeinum klukkutímum eftir að andlát hans var tilkynnt var yfrlýsing lesin í ríkisútvarpinu þar í landi þar sem það var tilkynnt að stjórnarskráin væri ekki lengur í gildi og að ríkisstjórnin hefði verið sett af.

Þá kom einnig fram að herráð hefði verið sett á laggirnar og að því hafi verið falið að útnefna nýja ríkisstjórn og nýjan forseta í stað Conte sem gegndi embætti í um 25 ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×