Erlent

Kínverjar gefa pöndur

Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að færa vinum sínum í Taívan fallega gjöf fyrir jólin. Þeir hafa látið flytja tvær pöndur frá Kína til Taívan sem vott um vináttu þjóðanna.

Pöndur eru afa sjaldgæfar í heiminum og er því litið á gjöf Kínverja sem afar höfðinglega. Þó er ljóst að margir íbúar Taívan óska sér frekar að kínverjar fjarlægi eldflaugar af eynni í stað þess að gefa þeim dýr.

Pöndurnar tvær sem eru fjögurra ára hafa verið á svæði sem nefnist Sichuan í Tíbet í nokkra mánuði. Áður voru þær á Wolong svæðinu sem varð jaðrskjálfta að bráð í maí og felldi um 80.000 manns.

Pöndurnar munu nú dvelja í dýragarði í Taívan og segir talsmaður garðsins að vel verði hugsað um þær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×