Erlent

Viðhorf kvenna hefur áhrif á líkama þeirra á meðgöngu

Viðhorf eða skynjun kvenna á líkama þeirra fyrir fæðingu getur aukið líkur á að þær þyngist mikið á meðgöngu. Þetta kemur fram í nýrri amerískri rannsókn sem hefur verið gerð opinber. Rannsóknin, sem tók til 15 hundruð ófrískra kvenna, leiddi í ljós að þær sem skynjuðu líkamsþyngd sína rangt voru líklegri til þess að þyngjast á meðgöngu.

Konur sem voru of feitar fyrir meðgöngu en fannst sjálfum að þær væru í meðalvigt voru í mestri hættu á að þyngjast á meðgöngu. Hins vegar voru konur í meðalvigt, sem töldu sjálfar sig vera of feitar voru einnig í hættu á að fjölga aukakílóum á meðgöngu.

Ástæðan fyrir þessum niðurstöðum er ekki ljós, segja rannsakendurnir í vefútgáfu BMC Pregnancy and Childbirth tímaritinu. Þeir velta hins vegar fyrir sér þeim möguleika að há tíðni offitu í Bandaríkjunum gæti verið ein ástæða þess að offeitar konur telji sig vera í eðlilegri þyngd og bæti því frekar á sig á meðgöngu.

Hin ástæðan gæti verið að konur í meðalvigt sem teldu sig vera of feitar væru líklegar til þess að bregðast við með afbrigðilegri matarhegðun, svo sem ofáti eða svokallaðri lotugræðgishegðun. Hún lýsir sér þannig að konur borða mjög mikið en æla síðan matnum út úr sér þegar þær eru rétt að byrja að melta hann.

Reuters greindi frá.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×