Innlent

Yfir 6700 manns þurfa jólaaðstoð

Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar í tilkynningu.
Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar í tilkynningu.

Síðasti úthlutunardagur jólaaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar, Reykjavíkurdeildar RKÍ og Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er í dag Heildarfjöldi afgreiddra umsókna var 2.691 og gert er ráð fyrir 2,5 einstaklingum á bak við hverja umsókn sem þýðir að yfir 6700 einstaklingar njóta aðstoðar félagasamtakanna.

,,Afgreiðslan hefur gengið einstaklega vel í afar hentugu, fríu húsnæði Straums, bæði hvað varðar að koma fyrir og afgreiða vörur og aðkomu þeirra sem sóttu aðstoð. Biðstofa var rúmgóð og hlý og enginn þurfti að bíða úti," segir Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar í tilkynningu.

Fólki var úthlutaður tími til að sækja sína aðstoð til þess að koma í veg fyrir biðraðir. Sjálboðaliðar voru fleiri í ár en vanalega. Hópurinn mun hafa verið röskur svo ekki þurfti að vinna fram á kvöld við að undirbúa næsta dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×