Innlent

Ökumaður lét lífið á Reykjanesbraut

Banaslys varð við Reykjanesbraut á sjötta tímanum í gær. Tildrög slyssins eru ekki að fullu ljós en svo virðist sem að bifreiðin hafi lent á ljósastaur og endað fyrir utan veg á hvolfi í kjölfarið.

Kona á sextugsaldri var látin þegar að var komið. Hún var ein í bifreiðinni.

Loka þurfti Reykjanesbraut um tíma vegna slyssins sem varð á milli Ásbrautar og Kaldárselsvegar í Hafnarfirði, til móts við gamla kirkjugarðinn.

Ekki er hægt að grein frá nafni hinnar látnu að svo stöddu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×