Innlent

Róleg nótt hjá lögreglu - bílvelta í Öxarfirði

Nóttin var með rólegasta móti samkvæmt lögreglu víða um land.

Ung stúlka var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri rétt eftir miðnætti í gærkvöld eftir bílveltu í Öxarfirði í grennd við Húsavík. Að sögn lögreglu voru tvær ungar stúlkur í bifreiðinni. Talið er að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni og við það kastaðist stúlkan út úr bifreiðinni. Hún er ekki talin vera mikið slösuð.

Í Reykjavík var talsverð ölvun og erill hjá lögreglu.

 














Fleiri fréttir

Sjá meira


×