Erlent

Segir Hamas ýkja tölu fallinna

Ísraelsmenn hafa stillt upp fjölmennum skriðdrekasveitum skammt frá landamærunum að Gaza og stjórnvöld í Ísrael hafa sagtst reiðubúin að kalla út þusundir manna varalið hermanna komi til landhernaðar á Gaza. Utanríkisráðherra Ísraela segir að Hamas-samtökin ýki tölu fallinna.

Sprengjum hefur haldið áfram að rigna á Gaza í dag en meðal annars hefur verið ráðist á aðalstöðvar hersins á Gaza og þær sprengdar í loft upp, ásamt lögreglustöðvum og fleiri stöðum sem Ísraelsmenn telja hernaðarlega mikilvæga.

Hamasliðar hafa skotið rúmlega tuttugu eldflaugum yfir til Ísrael, sem sumar hafa lent nálægt byggð en ekki valdið manntjóni. Um 350 manns hafa fallið á Gaza, þar af óbreittir borgarar.

Tzipi Livi utanríkisráðherra Ísraels segir Hamas ýkja tölu fallinna meðal almennings, en Hamasliðar beri sjálfir ábyrgð á því að óbreittir borgarar falli, þar sem þeir hafi skotið eldflaugum frá stöðum sem almenningur sækir, svo sem eins og félagsmiðstöðvum.






Tengdar fréttir

Tímabundin herkvaðning í Ísrael

Ríkisstjórn Ísraels samþykkti á fundi sínum í morgun tímabundna herkvaðningu þúsunda varahermanna vegna árásanna á Gaza-ströndinni. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að aðgerðir Ísraela geti tekið einhverja daga. Markmiðið sé að eyðileggja grunstoðir Hamas-samtakanna.

Árásum Ísraela víða mótmælt

Mikil reiðialda fer um hinn arabíska heim vegna fordæmalausra loftárása Ísraelshers á Gaza í gær og í dag. Árásunum hefur meðal annars verið mótmælt í Líbanon, Egyptalandi og á Vesturbakkanum í Palestínu í dag.

Árásir Ísraela halda áfram - 270 látnir

Ísraelsher hélt áfram að varpa sprengjum á Gaza í morgun og nú hafa um 270 manns fallið og yfir sex hundruð særst frá því árásirnar hófust í gærdag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×