Erlent

Ekkill Bhutto hélt ekki ræðu á minningarsamkomu

Asif Ali Zardari, forseti Pakistans og ekkill Benazir Bhutto.
Asif Ali Zardari, forseti Pakistans og ekkill Benazir Bhutto.

Asif Ali Zardari, forseti Pakistans og ekkill Benazir Bhutto, sagðist vera mótfallinn hefnd í ræðu sem hann hélt í tilefni þess að ár er liðið frá því að Bhutto var myrt.

Forsetinn ætlaði að flytja ræðu sína á fjöldasamkomu í borginni Garhi Khuda Bakhsh við grafhýsi Benazir Bhutto en lögregla taldi það ekki öruggt. Þangað komu saman á annað hundruð þúsund manns í dag til að minnast Bhutto. Ræðuna hélt Zardari þess í stað í borginni Naudero í viðurvist þriggja barna sinna og Bhutto.

Bhutto var á kosningaferðlagi þegar hún var myrt í sjálfsvígsárás í borginni Rawalpindi skammt frá höfuðborginni, Islamabad, 27. desember 2007.

Zardari tók við sem leiðtogi flokks Bhutto og var kjörinn forseti Pakistans í september í miðri efnahagskrísu og átökum öfgahópa í landinu.

Forsetinn sagði í ræðu sinni að Pakistan hafa orðið fyrir áföllum. ,,En þrátt fyrir það tölum við ekki um stríð. Við tölum ekki um hefnd. Við töluðum um að styrkja okkur til framtíðar og við tölum að við ætlum að breyta rétt," hefur AP-fréttastofan eftir forsetanum.






Tengdar fréttir

Þúsundir minnast Benazir Bhutto

Meira en 150.000 Pakistanar eru saman komnir í borginni Garhi Khuda Bakhsh við grafhýsi Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakistans, sem var myrt fyrir ári síðan í borginni. Lögreglan hefur gert umtalsverðar öryggisráðstafanir við grafhýsið til að koma í veg fyrir óeirðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×