Erlent

Hizbolla óttast árásir Ísraela

Mynd af Sayyed Hassan Nasrallah tekin úr sjónvarpsávarpi. MYND/AFP
Mynd af Sayyed Hassan Nasrallah tekin úr sjónvarpsávarpi. MYND/AFP

Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbolla-samtakanna, hefur beðið liðsmenn sína í suðurhluta Líbanons að vera vel á verði vegna hugsanlegara loftárása Ísraela.

,,Við stöndum andspænis illum óvin og við vitum ekki hverjar fyrir áætlanir hans eru," sagði leiðtoginn í ávarpi í suðurhluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, í dag.

Hizbolla hefur lengi verið ríki í ríkinu, í Líbanon. 34 daga stríð hófst sumarið 2006 á milli Líbanons og Ísraels eftir að liðsmenn samtakanna réðust yfir landamærin til Ísraels, drápu þar átta hermenn og rændu tveim til viðbótar.

Nasrallah telur allt eins líklegt að Ísraelar hefji hernað gegn samtökunum líkt og gegn Hamas á Gaza-svæðinu. Tala fallina í loftárásum Ísraela á Gaza nálgast þriðja hundrað og yfir sex hundruð manns hafa særst.

Leiðtoginn sagði fyrr á árinu að samtökin séu reiðbúin að fara í stríð við Ísrael.




Tengdar fréttir

Segir Hamas ýkja tölu fallinna

Ísraelsmenn hafa stillt upp fjölmennum skriðdrekasveitum skammt frá landamærunum að Gaza og stjórnvöld í Ísrael hafa sagtst reiðubúin að kalla út þusundir manna varalið hermanna komi til landhernaðar á Gaza. Utanríkisráðherra Ísraela segir að Hamas-samtökin ýki tölu fallinna.

Tímabundin herkvaðning í Ísrael

Ríkisstjórn Ísraels samþykkti á fundi sínum í morgun tímabundna herkvaðningu þúsunda varahermanna vegna árásanna á Gaza-ströndinni. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að aðgerðir Ísraela geti tekið einhverja daga. Markmiðið sé að eyðileggja grunstoðir Hamas-samtakanna.

Árásum Ísraela víða mótmælt

Mikil reiðialda fer um hinn arabíska heim vegna fordæmalausra loftárása Ísraelshers á Gaza í gær og í dag. Árásunum hefur meðal annars verið mótmælt í Líbanon, Egyptalandi og á Vesturbakkanum í Palestínu í dag.

Árásir Ísraela halda áfram - 270 látnir

Ísraelsher hélt áfram að varpa sprengjum á Gaza í morgun og nú hafa um 270 manns fallið og yfir sex hundruð særst frá því árásirnar hófust í gærdag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×