Innlent

Útsölur fara rólega af stað

Íslendingum hefur oftar en ekki verið eignaður sá vafasami heiður að vera allra þjóða kaupglaðastir. Við eigum þó ekki roð í Bretana ef marka má þessa fyrstu daga útsölunnar.

Mikið fjölmenni var á Oxford stræti þegar útsölurnar hófust á öðrum degi jóla. Þar biðu þúsundir í röð til að kaupa vörur á allt að 90% afslætti.

Fyrstu útsölurnar byrjuðu hér á landi í gær. Engar raðir voru þó fyrir utan verslanir og var rólegt um að litast. Skiptar skoðanir voru þó á því hvernig upphaf útsöluvertíðarinnar fer af stað og sagðist verslunarstjórinn í Tölvuteki t.a.m. finna fyrir aukningu frá því á síðasta ári.

Flestar útsölur hefjast 3. janúar og verður fróðlegt að sjá hvort að íslenskir verslunareigendur muni bjóða upp á jafn ríkulegan afslátt og þeir bresku. Það byrjar allavega vel því nú fjórum dögum eftir jól er hægt að kaupa jólabækur 30 til 50% afslætti.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×