Innlent

Hugleiddu frið og samkennd á Ráðhústorgi

Undanfarna mánuði hefur hópur fólks hist fyrir framan Samkomuhúsið og gengið niður á Ráðhústorg undir yfirskriftinni ,,Virkjum lýðræðið". Þar hafa ýmsir tekið til máls en í dag var ákveðið að hugleiða í stað þess að láta gamminn geysa.

Á áttunda tug manna tókust í hendur og mynduðu hring og hugleiddu í 10 mínútur.

Allt að þúsund manns komu saman til friðsamlegra mótmæla á Austurvelli í dag. Samtökin Raddir fólksins stóðu fyrir mótmælunum sem voru haldin 12. laugardaginn í röð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×