Innlent

Undirbúningur mótframboðs gegn Gunnari gengur vel

Lúðvík Lúðvíksson og Kristófer Jónsson fóru fyrir mótmælum gegn stjórn VR í haust.
Lúðvík Lúðvíksson og Kristófer Jónsson fóru fyrir mótmælum gegn stjórn VR í haust.

Vel gengur að undirbúa mótframboð gegn Gunnari Páli Pálssyni, formanni VR, og stjórn félagsins, að sögn Lúðvíks Lúðvíkssonar félagsmanns í VR sem var meðal þeirra sem fóru fyrir mótmælum gegn stjórn VR í haust. Lúðvík íhugar að gefa kost á sér sem formaður.

Gunnar Páll hefur legið undir þungu ámæli fyrir að hafa setið í stjórn Kaupþings sem fulltrúi Lífeyrissjóðs VR og tekið þátt í því í septemberlok að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna sem höfðu keypti hluti í bankanum og tekið til þess lán. Þá kom jafnframt í ljós að Gunnar Páll fékk 6,2 milljónir króna fyrir að sitja stjórnarfundi hjá gamla Kaupþingi á síðasta ári.

Í framhaldinu var haldinn fjölmennur félagsfundur í VR. Þar var ákveðið að efna til kosninga í félaginu um nýja stjórn. Sú kosning fer fram eftir áramót.

Frestur til framboðs á uppstillingarlista kjörstjórnar VR rann út 22. desember. Eitt framboð barst og var það frá Gunnari Páli og er hann því sjálfkjörinn á lista uppstillingarnefndar.

Lúðvík segir að 300 stuðningsaðila þurfi til að hægt sé að leggja fram annan framboðslista. Söfnun undirskrifta gengur vel. ,,Það er fullt af fólki sem hefur áhuga og vill breytingar," segir Lúðvík.

Aðspurður hver verði formannsframbjóðandi hópsins segist Lúðvík vera að íhuga að gefa kost sér. Það skýrist þó á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×