Innlent

Reykjanesbraut opnuð á ný eftir alvarlegt umferðarslys

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Reykjanesbraut hefur verið opnuð á nýjan leik eftir að alvarlegt umferðarslys varð á sjötta tímanum í dag. Talið er að slysið hafi orðið með þeim hætti að bifreið var ekið á ljósastaur sem fór nokkrar veltur og endaði utan vega á hvolfi. Í fyrstu var talið að tveir bílar hefðu lent saman. Ökumaður bifreiðarinnar er talinn alvarlega slasaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×