Innlent

Andlátstilkynning kærð til lögreglu

Fangelsismálastofnun hefur kært andlátstilkynningu sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Í blaðinu er sagt frá andláti Hákons Rúnars Jónssonar og hann sagður hafa látist eftir langvarandi veikindi og er þeim sem vilja minnast hans bent á reikningingsnúmer. Þetta kom forsvarsmönnum Litla - Hrauns í opna skjöldu enda amar ekkert að Hákoni. Þegar nánar var að gáð kom svo í ljós að reikningurinn sem gefinn var upp í auglýsingu er í eigu annars fanga, Sigurbjörns Adams Baldvinssonar.



Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Páll Winkel fangelsismálastjóri að málið væri eitt það ósmekklegasta sem hann hefði séð. ,,Maður er bara kjaftstopp."

Páll staðfesti fyrir stundu í samtali við Vísi að Fangelsismálastofnun hefur kært málið til lögreglu.








Tengdar fréttir

Fregnir af andláti fanga stórlega ýktar

Undarlegt mál er komið upp í fangelsinu á Litla - Hrauni en í Morgunblaðinu í dag er sagt frá andláti Hákons Rúnars Jónssonar, refsifanga. Hákon er sagður hafa látist eftir langvarandi veikindi og er þeim sem vilja minnast hans bent á reikningingsnúmer. Þetta kom forsvarsmönnum Litla - Hrauns í opna skjöldu enda amar ekkert að Hákoni.

Þrettán þúsund króna hrekkur í Morgunblaðinu

Það kostar rúmar 13 þúsund krónur að fá dánartilkynningu birta í Morgunblaðinu, segir Gylfi Þór Þorsteinsson, auglýsingastjóri blaðsins. Í morgun birtist tilkynning um að Hákon Rúnar Jónsson væri látinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×