Innlent

Skilorð fyrir að skalla mann í andlitið

Karlmaður var dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að skalla annan mann í andlitið svo af hlaust opinn skurður sem náði inn að beini. Héraðsdómur Suðurlands koms að þessari niðurstöðu og tekur dómurinn mið af því að tæp tvö ár eru liðin frá atvikinu og auk þess var skýrsla ekki tekin af hinum ákærða fyrr en einu ári eftir árásina. Ákæran var síðan ekki gefin út fyrr en tæpum tveimur árum eftir árásina og var sá dráttur sem orðið hefur á málsmeðferð ekki skýrður af ákæruvaldinu.

„Við ákvörðun refsingar verður litið til skýlausrar játningar ákærða, þess að tæp tvö ár liðu frá því að árásin átti sér stað þar til ákæra var gefin út í málinu, þess að árás ákærða virðist hafa verið tilefnislaus svo og að um hegningarauka er að ræða," segir í dómnum. „Með vísan til þessa er refsing ákærða ákveðin fangelsi í einn mánuð en með vísan til þess sem að ofan segir er rétt að skilorðsbinda refsinguna og skal hún niður falla að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×