Innlent

Sérákvæði mun reyna á samningamenn í aðildarviðræðum

Sjómenn að störfum.
Sjómenn að störfum.

Evrópusambandið endurskoðar sjávarútvegsstefnu sína, sem meðal annars á að færa aðildaríkjunum meiri stjórn. Horft er til reynslu Íslendinga og Norðmanna af fiskveiðistjórnunarkerfum.

Sameiginleg sjávartúvegsstefna ESB var formlega tekin upp árið 1983 og átti að stuðla að skynsamlegri nýtingu fiskistofna. Ákvarðanir um skiptingu landskvóta eru teknar sameiginlega í ráðherraráði ESB að fengnum tillögum frá framkvæmdastjórn sambandsins.

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að reyna muni á samningamenn Íslands í hugsanlegum aðildarviðræðum og þá hvort semjist um sérákvæði.

Aldrei hefur þó reynt á umræðuna um sérákvæði, en framkvæmdastjóri ESB hefur hins vegar ítrekað sagt að ekki fáist undanþágur frá sjávarútvegsstefnunni.

Olli Rehn, stækkunarstjóri sambandsins, var þó ekki jafn skorinorður í fyrirlestri í morgun, sagði einungis að vissulega fælust áskoranir í þessum efnum sem þyrfti að takast á við.

Verið er að endurskoða fiskveiðistefnu ESB, meðal annars er stefnt að því að auka svæðisbundna stjórnun fiskveiða, sem ættu að vera gleðitíðindi fyrir Íslendinga. Enn álíta margir að óbreytt sjávarútvegsstefna sé hindrun á aðild Íslands að ESB, en það takast á ólík öfl því annað mikið hagsmunamál fyrir greinina er upptaka nýs gjalmiðils, sem útvegsmenn vilja skoða - þó án aðildar.

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að það myndi gagnast fyrirtækjum í sjávarútvegi eins og öðrum fyrirtækjum að stöðugleiki hér á landi væri meiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×