Innlent

Ísland einn af vinsælustu ferðamannastöðunum 2009

Ísland verður einn af vinsælustu ferðamannastöðum næsta árs að mati breska blaðsins Times. Mikill áhugi sé á landinu eftir að kreppan skall á. Á Google hafi leit að ferðum til Íslands til dæmis aukist um sextíu prósent á síðustu tveimur mánuðum, og megnið af umferðinni sé komin frá Bretlandi.

Blaðið segir að eftir hrun efnahagsins hafi ferðaþjónustan á íslandi snarlækkað hjá sér verð til þess að laða að sér ferðamenn. Einn viðmælandi blaðsins segir algengt verð á helgarferðum síðasta sumar hafa verið 7-800 pund. Næsta sumar sé verið að bjóða þriggja daga ferðir frá 350 pundum.

Erlendir fjölmiðlar hafa mikið fjallað um Ísland sem ferðamannaland undanfarið, enda heimsókn til landsins skyndilega á viðráðanlegu verði. Einn bloggari orðaði það sem svo að áður hefðir þú þurft að selja hönd og fót til að eiga fyrir miðanum, og hina útlimina til að lifa þegar á staðinn er komið. Núna dygðu seðlarnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×