Innlent

Gætu þurft að borga 70 þúsund á ári til RÚV

Fjögurra manna fjölskylda getur lent í þeirri stöðu að þurfa greiða um 70 þúsund krónur á ári til Ríkisútvarpsins samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra.

Samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra um breytingar á lögum um Ríkisútvarpið er reiknað með að rúmlega 180 þúsund einstaklingar og um 25 þúsund fyrirtæki greiði nefskatt til ríkisins vegna reksturs RÚV.

Í dag greiðir hvert heimili, óháð stærð, 35.940 krónur á ári í afnotagjöld af útvarpi og sjónvarpi.

Samkvæmt frumvarpinu verður nefskatturinn 17.900 krónur og leggst á alla einstaklinga eldri en átján með meira en eina milljón og átta tíu þúsund krónur í tekjuskattstofn.

Áhrifin eru misjöfn. Einstæðingar hagnast mest og greiða eftir breytingar um 18 þúsund krónum minna á ári til RÚV.

Hjá pörum eru breytingarnar litlar. Sömu sögu er að segja um fjölskyldur með börn undir 18 ára aldri og táninga undir tekjulágmarki. Þar greiða foreldrar aðeins nefskatt.

Hins vegar snýst dæmið við ef táningarnir á heimilinu eru útivinnandi og þéna meira en tekjulágmarkið segir til um. Þar lendir fjögurra manna fjölskylda, svo dæmi sé tekið, í þeirri stöðu að þurfa að greiða um 70 þúsund krónur á ári til RÚV eða tvöfalt meira en fyrir breytingar.






Tengdar fréttir

Dregið úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði

Ríkisútvarpið mun fá tæplega þrjá komma sjö milljarða króna á ári með innheimtu nefskatts samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Tekjur Ríkisútvarpsins aukast við þetta um rúmar 600 milljónir króna á ári. Á móti verður dregið úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×