Innlent

Bílasala hrunin

Þrjátíu og tvö ökutæki voru nýskráð í fyrstu vinnuviku desembermánaðar í ár en á sama tímabili í fyrra voru þau 471. Hlutfall nýskráðra ökutækja í þessari viku er því aðeins 6,8% af þeim fjölda sem var nýskráður á sama tíma í fyrra. Nýskráningum ökutækja fækkaði um 39,1% á milli áranna 2007 og 2008 ef miðað er við tímabilið 1. janúar til 5. desember. Þær voru rétt liðlega 17.400 í ár en tæplega 29 þúsund í fyrra.

Eigendaskipti ökutækja á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2008 eru rétt liðlega 79 þúsund en þau voru rösklega 100 þúsund á sama tímabili í fyrra. Hlutfallsleg fækkun eigendaskipta nemur því 20,9% á milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×